Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Helgi Guðjónsson með þrennu í sigri Íslands

15.08.2014
Íslenska drengjalandsliðið (U-15) í knattspyrnu gerði sér lítið fyrir í dag og vann landslið Hondúras 5:0 á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Nanjing í Kína. 

Í fyrri hálfleik skoraði Kolbeinn Finnsson á 15 mín. úr vítaspyrnu sem Jónatan Jónsson fékk (1:0) og því næst skoraði Aron Aðalsteinsson á 41 mín. (2:0). Í seinni hálfleik skoraði Helgi Guðjónsson glæsilega þrennu á 42. mín., 59. mín. og 73. mín. (5:0). 

Næsti leikur Íslands er við Perú, mánudaginn 18. ágúst kl.10 á íslenskum tíma.