Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

19.11.2018

Myndbönd frá ráðstefnu Sýnum karakter

Myndbönd frá ráðstefnu Sýnum karakterRáðstefnan „Jákvæð íþróttamenning“ var haldin í Háskólanum í Reykjavík nýverið. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands héldu ráðstefnuna í samvinnu við Háskólann í Reykjavík undir merkjum verkefnisins Sýnum karakter sem ÍSÍ og UMFÍ standa saman að. Áherslan á ráðstefnunni var á félagslegar og sálrænar hliðar íþrótta og rætt var um leiðir til að byggja upp jákvæða menningu í íþróttastarfinu. Fyrirlesararnir voru sjö talsins; Charlotte Ovefelt, dr. Viðar Halldórsson, Markús Máni Michaelsson Maute, Ása Inga Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni, Karl Ágúst Hannibalsson hjá FSu og Jóhannes Guðlaugsson og dr. Chris Harwood, íþróttasálfræðingur og prófessor við Loughborough háskóla í Englandi.
Nánar ...
16.11.2018

Framtíðarskipulag íþróttamála

Framtíðarskipulag íþróttamálaÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóð fyrir fundi um framtíðarskipulag íþróttamála í dag í Laugardalshöll. Til fundarins var boðið stjórnum og starfsfólki ÍSÍ og UMFÍ, fulltrúum frá sambandsaðilum ÍSÍ, ásamt Íþróttanefnd ríkisins, fulltrúum frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa. Fundarformið var blanda af þjóðfundi og borgarafundi.
Nánar ...
16.11.2018

Á móti straumnum

Á móti straumnum „Á móti straumnum“ eða Against All Odds, eru þættir um íþróttafólk sem finna má á vefsíðu Ólympíustöðvarinnar. Stöðin var meðframleiðandi að sjö þáttum, sem sjá má hér. Hver þáttur fjallar um einn íþróttamann sem hefur yfirstígið hindranir í lífi sínu með vilja og ákveðni að vopni og náð markmiðum sínum. Þáttunum er ætlað að sýna fram á gildi þess að tileinka sér Ólympíuandann og ólympískar hugsjónir, eins og þær að gefa allt sitt í verkefnið og kappkosta við að ná sem allra bestum persónulegum árangri. Þættirnir eru vandaðir og gefa góða innsýn í líf íþróttafólksins. Finna má sögu Santiago Lange, siglingamanns, sem barðist við krabbamein en náði síðan að sigra á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og eins sögu Bryony Page, sem glímdi við andlega erfiðleika á hápunkti ferils síns sem hún sigraðist á og náði silfri á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.
Nánar ...
14.11.2018

Viðurkenningar vegna Drangeyjarsunds

Viðurkenningar vegna DrangeyjarsundsUppskeruhátíð Sundsambands Íslands fór fram um síðastliðna helgi. ​Þar afhenti ÍSÍ viðurkenningar til Sigrúnar Þuríðar Geirsdóttur og Hörpu Hrundar Berndsen, sem báðar náðu því afreki að synda Drangeyjarsund á árinu. Þær fá nöfn sín einnig letruð á Drangeyjarbikarinn, sem gefinn var af ÍSÍ og geymdur er í höfuðstöðvum ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Nánar ...
14.11.2018

Sendinefnd Evrópuráðsins í heimsókn

Sendinefnd Evrópuráðsins í heimsóknDagana 12.-14. nóvember sl. var stödd hér á landi fjögurra manna sendinefnd frá Evrópuráðinu, til að kynna sér umhverfi, skipulag og starfsemi íþrótta á Íslandi. Mánudaginn 12. nóvember heimsóttu þeir höfuðstöðvar ÍSÍ, ásamt tveimur sérfræðingum úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og hlýddu á kynningu um skipulag og umfang íþróttahreyfingarinnar á Íslandi, almenningsíþróttaverkefni ÍSÍ, afreksíþróttamálefni og Ferðasjóð íþróttafélaga.
Nánar ...
14.11.2018

Höfuðáverkar, hvað ber að varast ?

Höfuðáverkar, hvað ber að varast ?Íþróttafólk verður oft fyrir höfuðáverkum bæði í keppni og á æfingum. En hvað ber að varast? Hvenær þarf að leita til læknis og hvenær má byrja aftur að æfa og keppa?
Nánar ...
13.11.2018

Formannafundur ÍSÍ 2018

Formannafundur ÍSÍ 2018Árlegur Formannafundur ÍSÍ verður haldinn föstudaginn 16. nóvember nk. í Laugardalshöllinni. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna og framkvæmdastjóra sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga, þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ gefur skýrslu um helstu þætti í starfsemi ÍSÍ og verkefni á milli þinga.
Nánar ...
12.11.2018

Ráðstefna um framtíðarskipulag íþróttamála

 Ráðstefna um framtíðarskipulag íþróttamálaÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun standa fyrir ráðstefnu um Framtíðarskipulag íþróttamála nk. föstudag 16. nóvember í Laugardalshöll. Fundurinn er einungis opinn fyrir sambandsaðila ÍSÍ og UMFÍ ásamt Íþróttanefnd ríkisins, fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa. Fundarformið er blanda af þjóðfundi og borgarafundi.
Nánar ...
11.11.2018

Ellert B. Schram heiðraður af EOC

Ellert B. Schram heiðraður af EOCFramkvæmdastjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum að sæma Ellert B. Schram Heiðursforseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands heiðursviðurkenningunni EOC Laurel Award – lárviðarsveig EOC.
Nánar ...
09.11.2018

Körfuknattleiksdeild Tindastóls fyrirmyndardeild ÍSÍ

Körfuknattleiksdeild Tindastóls fyrirmyndardeild ÍSÍKörfuknattleiksdeild Tindastóls fékk endurnýjun viðurkenningar deildarinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ fimmtudaginn 8. nóvember síðastliðinn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Viðurkenningin var afhent í hálfleik í æsispennandi leik Tindastóls og Grindavíkur í úrvalsdeild karla. Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti formanni deildarinnar Ingólfi Jóni Geirssyni viðurkenninguna. Á myndunum eru þeir Viðar og Ingólfur Jón ásamt hluta iðkenda í 10. flokki kvenna sem voru formanninum til stuðnings við móttöku viðurkenningarinnar.
Nánar ...