Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

8

Ellert B. Schram heiðraður af EOC

11.11.2018

Framkvæmdastjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum að sæma Ellert B. Schram Heiðursforseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands heiðursviðurkenningunni EOC Laurel Award – lárviðarsveig EOC.

Viðurkenninguna fékk Ellert fyrir frábær störf í þágu íslenskra íþrótta og ólympíuhreyfingarinnar. Afhendingin fór fram á lokadegi aðalfundar EOC sem fram fór í Marbella á Spáni dagana 9. og 10. nóvember.

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar Ellert innilega til hamingju með þessa verðugu viðurkenningu.

Myndir með frétt