Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

04.03.2015

100 dagar til Evrópuleika í Baku

100 dagar til Evrópuleika í BakuFyrstu Evrópuleikarnir fara fram í Baku í Azerbaijan dagana 12. til 28. júní 2015. Í dag eru 100 dagar til leika og haldið verður upp á það um alla Evrópu. Evrópskar ólympíunefndir vekja athygli á deginum hver með sínum hætti. Staðan er misjöfn milli greina hvort búið sé að velja þátttakendur eða ekki.
Nánar ...
03.03.2015

Reinharð endurkjörinn formaður KAÍ

Reinharð endurkjörinn formaður KAÍ28. Karateþing var haldið laugardaginn 28. febrúar síðastliðinn. Svo skemmtilega vildi til að það bar upp á 30 ára afmæli sambandsins sem var stofnað 28. febrúar 1985. Ekki var um átakaþing að ræða en mest umræða fór í Afreksstefnu sambandsins og um undirbúning og framkvæmd á Norðurlandameistaramótinu í karate sem verður haldið hér á landi laugardaginn 11. apríl næstkomandi.
Nánar ...
02.03.2015

Góð mæting á ársþingi UMSK

Góð mæting á ársþingi UMSK91. ársþing UMSK var haldið í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ 26. febrúar sl. Valdimar Leó Friðriksson var endurkjörinn formaður sambandsins. Vel var mætt á þingið en sjötíu fulltrúar mættu frá sautján félögum en rétt til setu á þinginu hafa fulltrúar aðildarfélaganna á sambandssvæði UMSK sem nær yfir Kópavog, Garðabæ, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjós.. Tvö ný félög, Lyftingafélag Garðabæjar og Lyftingafélag Kópavogs, voru tekin inn í sambandið.
Nánar ...
25.02.2015

Ertu nokkuð að gleyma þér?

Ertu nokkuð að gleyma þér?Í dag lokar skráningarkerfi sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikum 2015 formlega. ÍSÍ hvetur þá sem ekki hafa skráð sig til að skrá sig í dag á heimasíðu leikanna. www.iceland2015.is
Nánar ...
25.02.2015

Ný afreksstefna SÍL samþykkt á ársþingi sambandsins

Ný afreksstefna SÍL samþykkt á ársþingi sambandsinsÁrsþing Siglingasambands Íslands var haldið laugardaginn 21.febrúar síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þingforseti var Gísli Árni Eggertsson frá ÍTR og fyrrum stjórnarmaður SÍL. Mæting á þingið var heldur slök en fyrir þinginu lá meðal annars að samþykkja nýja afreksstefnu fyrir siglingaíþróttina. Var hún samþykkt með breytingum en einnig var samþykkt mótaskrá fyrir árið 2015 og dagsetningar fyrir árið 2016.
Nánar ...
25.02.2015

Geir endurkjörinn formaður KSÍ

Geir endurkjörinn formaður KSÍÁrsþing Knattspyrnusambands Íslands fór fram á Hótel Hilton Nordica laugardaginn 14. febrúar síðastliðinn. Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, en Geir fékk að þessu sinni mótframboð frá Jónasi Ými Jónassyni. Engar breytingar urðu á stjórn sambandsins að þessu sinni.
Nánar ...
21.02.2015

Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 heitir Blossi

Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 heitir BlossiÍ dag eru 100 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Að því tilefni var lukkudýri Smáþjóðaleikanna gefið nafnið Blossi. ÍSÍ efndi til nafnasamkeppni í janúar um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleika 2015. Þátttökurétt áttu allir 4.—7. bekkir í grunnskólum landsins.
Nánar ...
21.02.2015

100 dagar til stefnu

100 dagar til stefnuÍ dag eru 100 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Að því tilefni eru tvær nýjar myndir úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“ birtar til viðbótar við þær níu sem nú þegar hafa verið birtar.
Nánar ...
19.02.2015

Gunnar endurkjörinn formaður ÍS

Gunnar endurkjörinn formaður ÍSÞing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS) var haldið í golfskála Golfklúbbs Vatnsleysustrandar í gærkvöldi. Fyrir þinginu lá hefðbundin dagskrá og að henni lokinni fóru fulltrúar allra aðildarfélaga ÍS stuttlega yfir starfsemi sinna félaga á nýliðnu ári. Gunnar Jóhannesson var endurkjörinn formaður ÍS. Friðrik Einarsson var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.
Nánar ...
18.02.2015

Hnefaleikafélag Reykjaness fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Hnefaleikafélag Reykjaness fyrirmyndarfélag ÍSÍHnefaleikafélag Reykjaness fékk viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag laugardaginn 14. febrúar síðastliðinn á móti sem félagið hélt í Keflavík þennan dag. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti formanni félagsins Birni Snævari Björnssyni viðurkenninguna ásamt fána fyrirmyndarfélaga. Á myndinni eru frá vinstri þau Margrét Guðrún Sævarsdóttir hnefaleikamaður Reykjanesbæjar 2014, Björn Snævar Björnsson og Sigríður Jónsdóttir.
Nánar ...
16.02.2015

Heiðurshöll ÍSÍ

Heiðurshöll ÍSÍÁsgeir Sigurvinsson og Pétur Guðmundsson voru útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ á athöfninni Íþróttamaður ársins 2014 í janúar sl. Nú er hægt að sjá myndbönd um þeirra feril á heimasíðu ÍSÍ.
Nánar ...