Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Reinharð endurkjörinn formaður KAÍ

03.03.2015

28. Karateþing var haldið laugardaginn 28. febrúar síðastliðinn. Svo skemmtilega vildi til að það bar upp á 30 ára afmæli sambandsins sem var stofnað 28. febrúar 1985.
Ekki var um átakaþing að ræða en mestar umræður urðu um Afreksstefnu sambandsins og um undirbúning og framkvæmd á Norðurlandameistaramótinu í karate sem verður haldið hér á landi laugardaginn 11. apríl næstkomandi.
Reinharð Reinharðsson var endurkjörinn formaður sambandsins í áttunda sinn en tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir á þinginu, þær María Jensen, Karatedeild Fjölnis og Jacquline Becker, Karatedeild Fylkis. Einnig var einn nýr varamaður valinn í varastjórn, Rut Guðbrandsdóttir, frá Karatefélagi Akureyrar. Hafa þvi aldrei í 30 ára sögu sambandsins verið fleiri konur í stjórn og varastjórn þess.

Hafsteinn Pálsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Líney Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu.