Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

30.01.2024

Ísland hefur lokið keppni á YOG

Ísland hefur lokið keppni á YOGÍ morgun, 30. janúar, kepptu þau Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir í 7,5 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð (Classic) á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon, Suður-Kóreu. Aðstæður til keppni voru frábærar, heiðskírt, stilla og hiti við frostmark.
Nánar ...
29.01.2024

Vel heppnuð ráðstefna RIG

Vel heppnuð ráðstefna RIGSíðastliðinn fimmtudag fór fram áhugaverð ráðstefna sem RIG, ÍBR, ÍSÍ, UMFÍ og Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir og bar yfirskriftina „Er pláss fyrir öll í íþróttum?”. Ráðstefnan er hluti af Reykjavíkurleikunum (RIG) sem Íþróttabandalag Reykjavíkur á veg og vanda að.
Nánar ...
28.01.2024

Ólympísk tímamót

Ólympísk tímamótÝmis tímamót hafa runnið upp undanfarna daga. Þann 25. janúar voru 100 ár frá fyrstu Vetrarólympíuleikunum. Voru þeir haldnir í Chamonix í Frakklandi. Ísland átti ekki fulltrúa á þeim leikum heldur hóf sína þátttöku í Vetrarólympíuleikum árið 1948 í St. Moritz í Sviss.
Nánar ...
26.01.2024

Íþrottafólk Reykjanesbæjar 2023

Íþrottafólk Reykjanesbæjar 2023Vali á Íþróttamanni og Íþróttakonu Reykjanesbæjar var fagnað í Stapa í Hljómahöll síðastliðinn sunnudag 21. janúar sl. Athöfnin fór fram með breyttu sniði og var hin glæsilegasta. Fjölmenni mættu til að samfagna árangri íþróttafólks Reykjanesbæjar.
Nánar ...
25.01.2024

Flottur dagur á Vetrarólympíuleikum ungmenna

Flottur dagur á Vetrarólympíuleikum ungmennaÍsland átti þrjá keppendur í svigi á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon í dag. Eyrún Erla Gestsdóttir var 43. eftir fyrri ferð og endaði í 31. sæti af 78 keppendum en Þórdís Helga Grétarsdóttir, sem var í 44. sæti eftir fyrri ferðina náði ekki að klára seinni ferðina og lauk því ekki keppni. Dagur Ýmir Sveinssonvar í 41. sæti eftir fyrri ferð en vann sig upp í 25. sæti í seinni ferðinni. Góður dagur hjá íslenska hópnum í dag. Íslensku keppendurnir í alpagreinum hafa nú lokið keppni á leikunum.
Nánar ...