Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18

Nýr formaður ÍBA kjörinn og Geir Kristinn heiðraður fyrir góð störf

17.04.2024

 

Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) hélt ársþing sitt þriðjudaginn 16. apríl síðastliðinn í Golfskálanum að Jaðri á Akureyri, þar sem um 30 þingfulltrúar voru saman komnir.  Þingforseti var Ingvar Gíslason sem stýrði þinginu af röggsemi og öryggi. 

Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og gjaldkeri skýrði reikninga sem voru samþykktir samhljóða.  Fáar tillögur lágu fyrir þinginu að þessu sinni, eingöngu þakkar- og hvatningartillögur og voru þær samþykktar, lítið eitt breyttar. 

Formaður ÍBA til tíu ára, Geir Kristinn Aðalsteinsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu og var Jóna Jónsdóttir kjörin í hans stað.  Geir var heiðraður fyrir góð störf til fjölda ára í þágu íþrótta, bæði af fulltrúum ÍSÍ og UMFÍ sem veittu honum Gullmerki samtakanna, auk þess sem ÍBA heiðraði hann sérstaklega.  Stjórn ÍBA er nú skipuð þeim Jónu Jónsdóttur formanni, Alfreð Birgissyni, Birnu Baldursdóttur, Jóni Steindóri Árnasyni og Sigrúnu Árnadóttur.  Varamenn, sem sitja reyndar alla fundi stjórnar eru þau Ásgeir Örn Blöndal og María Aldís Sverrisdóttir. 

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru þeir Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði. 

 

Myndir með frétt