Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

14.10.2022

Nordic Sports Meeting 2022

Nordic Sports Meeting 2022Norræn íþrótta- og ólympíusamtök hittast árlega til að ræða ýmis sameiginleg hagsmunamál og er hluti fundardagskrár samkeyrður með árlegum fundi fulltrúa frá norrænum samtökum um íþróttir fatlaðra. Fundurinn var að þessu sinni haldinn í Osló dagana 22. og 23. september sl.
Nánar ...
13.10.2022

París 2024 - Heimsókn í sendiráð Íslands

París 2024 - Heimsókn í sendiráð ÍslandsÞó að það virðist vera langt í Ólympíuleikana í París 2024 þá er undirbúningur kominn á fullt, bæði hjá skipulagsnefnd leikanna í París sem og hér hjá ÍSÍ. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri sóttu nýverið undirbúningsfundi leikanna í París og nýttu tækifærið til að hitta fulltrúa sendiráðs Íslands þar í borg.
Nánar ...
13.10.2022

Leitað að sjálfboðaliðum fyrir Evrópuleikana 2023

Leitað að sjálfboðaliðum fyrir Evrópuleikana 2023Nú er umsóknarferlið hafið fyrir þá sem vilja vera sjálfboðaliðar á Evrópuleikunum. Til þess að geta sótt um þarf viðkomandi að vera orðinn 16 ára (fyrir 1. júní 2023), kunna ensku og vera laus í a.m.k. átta daga á tímabilinu 21. júni - 2. júlí.
Nánar ...
11.10.2022

Ólympíuhlaup ÍSÍ - þrír skólar dregnir út

Ólympíuhlaup ÍSÍ - þrír skólar dregnir útÓlympíuhlaup ÍSÍ var formlega sett í Grunnskóla Grindavíkur þann 7. september síðastliðinn. Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur í grunnskólum lansins til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Nánar ...
05.10.2022

Gestgjafar Evrópuleikanna 2023

Gestgjafar Evrópuleikanna 2023Pólland tók formlega við gestgjafahlutverki þriðju Erópuleikanna í táknrænni athöfn í Ólympíu í Grikklandi 30. september sl. Spyros Capralos, forseti Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC), afhenti þar háttsettum fulltrúum frá Krakow og Malopolska, gestgjöfum Evrópuleikanna, fána EOC.
Nánar ...
05.10.2022

Forvarnardagurinn er í dag

Forvarnardagurinn er í dagForvarnardagurinn er haldinn í 17. skipti í dag 5. október og af því tilefni var boðað til málþings í Austurbæjarskóla með yfirskriftinni "Hugum að verndandi þáttum- áskoranir í lífi barna og ungmenna".
Nánar ...
04.10.2022

Góður gangur í undirbúningi ÓL í París

Góður gangur í undirbúningi ÓL í ParísAndri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri sóttu nýverið fundi skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í París 2024, í höfuðstöðvum nefndarinnar. Farið var yfir stöðuna í öllum helstu þáttum undirbúningsins fyrir leikana, svo sem aðstöðu og aðbúnað í Ólympíuþorpinu, keppnisdagskrá, gistingu, samgöngur, þjónustu, mannvirki og margt fleira.
Nánar ...