Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

Íþróttavika Evrópu 23.-30. september

01.10.2022

Vikuna 23. – 30. september hefur mikið verið um að vera á öllu landinu, í tilefni af Íþróttaviku Evrópu. Heilsueflandi samfélög, íþrótttahéruð, íþróttafélög, fyrirtæki í heilsueflingu og framhaldsskólar hafa útbúið metnaðarfullar dagskrár og viðburði til að kynna hreyfingu og heilsutengda viðburði í sínu nærumhverfi.
 
Vikan í höfuðborginni byrjaði með sjóbaðs-zumba gleðisprengju í Nauthólsvík föstudaginn 23. september, sem tókst það vel að ákveðið hefur verið að endurtaka viðburðinn síðar. 

Á dagskrá þessa viku voru t.d opnir tímar/æfingar hjá íþróttafélögum sem vildu kynna sínar íþróttir og námskeið. Dansskólar buðu uppá opin hús, afríska dansa með lifandi trommuslætti og klappstýrudansa svo að eitthvað sé nefnt. Sveitarfélögin buðu t.d uppá stólajóga fyrir eldri borgara, sjósund, göngur, samhjól, auk frábærra fyrirlesara á borð við Dr. Viðar Halldórsson, Silju Úlfarsdóttur, Pálmar Ragnarsson og Margréti Láru Viðarsdóttur, sem fóru víða um landið þessa viku. Þeir framhaldsskólarnir sem voru með, settu mikinn metnað í vikuna og buðu nemendum uppá heilsuviku eða heilsutengda viðburði, eins og göngu í Landmannalaugar, snúsnú kennslu, ratleiki, fjallgöngur og róðrakeppni svo að eitthvað sé nefnt.
 
Í ár var ákveðið að prófa #Beactive night ,,Opið Danskvöld” í samstarfi við Dansíþróttasamband Íslands. BMX BRÓS opnuðu viðburðinn með frábærri hjólasýningu. Á #Beactive night var fókusinn á dans og gestir fengu að prófa mismunandi dansstíla eins og sveifludansa og salsa, þá voru einnig sýningaratriði eins og Bollywood og samkvæmisdansar. Viðburðurinn tókst með ágætum en rauð veðurviðvörun hafði líklega áhrif á mætinguna.

Alla viðburði má sjá á heimasíðu verkefnisins www.beactive.is og um að gera að skella sér í Fjölskylduhlaup Garðabæjar 1. október kl. 11:00 og taka þátt í Degi göngunnar, 2. október kl. 10:00 og merkja myndir og myndbönd með #beactiveiceland og #worldwalkingday.

Fleiri myndir frá vikunni má sjá hér

Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur fengið styrk úr Erasmus+ styrkjakerfinu til þess að standa fyrir verkefninu hér á landi. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Við viljum hvetja þá sem vilja vera með á næsta ári til að senda póst á beactive@isi.is.