Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Nordic Sports Meeting 2022

14.10.2022

 

Norræn íþrótta- og ólympíusamtök hittast árlega til að ræða ýmis sameiginleg hagsmunamál og er hluti fundardagskrár samkeyrður með árlegum fundi fulltrúa frá norrænum samtökum um íþróttir fatlaðra. Fundurinn var að þessu sinni haldinn í Osló dagana 22. og 23. september sl. Fulltrúar ÍSÍ á fundinum voru Lárus L. Blöndal forseti, Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti, Gunnar Bragason gjaldkeri, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri, Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri. Fulltrúar Íþróttasambands fatlaðra voru Þórður Árni Hjaltested formaður og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri. 

Á fundinum var meðal annars rætt um stöðuna í tengslum við stríðið í Úkraínu og áhrif þess á íþróttastarfið í heiminum, sjálfbærni, siðamál, öryggi í íþróttum (safe sports), umhverfismál, íþróttir eftir COVID-19, svo eitthvað sé nefnt. Þessir fundir eru mikilvægir, ekki síst þar sem viðkomandi lönd deila að miklu leyti svipuðum gildum og menningu og geta því að miklu leyti samnýtt hugmyndir og úrlausnir.

Í tengslum við fundinn heimsóttu fulltrúar ÍSÍ og ÍF Olympiatoppen, sem er sá hluti NIF - Norges idrettsforbund og olympiske og paralympiske komité sem annast afreksíþróttirnar í Noregi. Hópurinn fékk frábæra leiðsögn um mannvirkin og starfsemina. Norskt afreksíþróttafólk hefur átt frábæru gengi að fagna á alþjóðlegum stórmótum undanfarin ár og var mjög fróðlegt að sjá umgjörð afreksíþróttastarfsins hjá Olympiatoppen og þá þjónustuþætti og aðstöðu sem boðið er upp á.

 

Myndir með frétt