Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

31.07.2018

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍFyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ.
Nánar ...
27.07.2018

Bach kallar á aðgerðir gegn spillingu

Bach kallar á aðgerðir gegn spillinguAlþjóðleg samtök gegn spillingu í íþróttum (IPACS) héldu nýlega fund í Lausanne í Sviss til að ræða tilraunir sínar til að takast á við helstu vá íþrótta í dag. Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), hélt erindi á fundinum og kallaði eftir fljótlegum og skilvirkum aðgerðum gegn spillingu í íþróttum. Hann talaði einnig um að helsta áskorun IOC sé að bregðast hratt og vel við þegar að upp kemst um spillingu. Þetta er mikilvægt til að vernda heiðarleika og trúverðugleika íþrótta.
Nánar ...
25.07.2018

Afsláttarkjör á innanlandsflugi

Afsláttarkjör á innanlandsflugiÍSÍ og Air Iceland Connect (AIC) undirrituðu í mars 2018 samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna. Samningurinn gildir til 1. febrúar 2019. Samstarf ÍSÍ og AIC, áður Flugfélag Íslands, hefur verið langt og farsælt. Þátttaka í íþróttastarfi á Íslandi felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög og mikilvægt er að búa við öruggar og reglubundnar flugsamgöngur á milli landshluta.
Nánar ...
22.07.2018

Evrópuleikar 2019 - Fararstjórafundur

Evrópuleikar 2019 - FararstjórafundurNýverið fór fram fararstjórafundur vegna Evrópuleika 2019 sem fram fara í Minsk í Hvítarússlandi. Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sótti fundinn, en þátttakendur voru frá þeim 50 Evrópuþjóðum sem keppa munu á leikunum á næsta ári.
Nánar ...
19.07.2018

1000 lyfjapróf á Evrópuleikunum 2019

1000 lyfjapróf á Evrópuleikunum 2019Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hefur nú gefið út að á næstu Evrópuleikum árið 2019 í Minsk í Hvíta-Rússlandi verði framkvæmd að minnsta kosti 1000 lyfjapróf á íþróttafólki sem tekur þátt í leikunum. Evrópuleikarnir munu fara fram í annað sinn árið 2019, en fyrstu Evrópuleikarnir fóru fram í Bakú í Azerbaijan í júní árið 2015.
Nánar ...
16.07.2018

Buenos Aires 2018 – Ungur áhrifavaldur

Buenos Aires 2018 – Ungur áhrifavaldurÓlympíuleikar ungmenna fara fram í október í Buenos Aires í Argentínu. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir mun taka þátt í leikunum fyrir hönd Íslands sem ungur áhrifavaldur (Young Changemaker) en um er að ræða verkefni á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar sem felur í sér að halda utan um fjölbreytta fræðslu og afþreyingu fyrir keppendur á leikunum.
Nánar ...
11.07.2018

Móttaka til heiðurs þátttakendum á EM U18 í frjálsíþróttum

Móttaka til heiðurs þátttakendum á EM U18 í frjálsíþróttumFrjálsíþróttasamband Íslands hélt móttöku í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær, 10. júlí, til heiðurs þátttakendum í EM U18 í frjálsíþróttum, sem haldið var Ungverjalandi á dögunum og þá ekki síst til heiðurs Evrópumeistara U18 í 100 m spretthlaupi, Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur úr ÍR. Guðbjörg Jóna hlaut einnig bronsverðlaun á mótinu, í 200 m spretthlaupi.
Nánar ...
09.07.2018

Tveir nýir starfsmenn hjá ÍSÍ

Tveir nýir starfsmenn hjá ÍSÍÍSÍ hefur ráðið tvo nýja verkefnastjóra á skrifstofu ÍSÍ í Reykjavík. Kristín Birna Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri í fullu starfi á Almenningsíþróttasviði ÍSÍ. Kristín Birna er með M.Sc. gráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í sálfræði frá San Diego State University.
Nánar ...
09.07.2018

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum.

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur líkt og á síðasta ári hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið vegna Íþróttaviku Evrópu. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánar ...