Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Afhending á viðurkenningum til Ólympíufara

06.07.2018

ÍSÍ bauð í gær, fimmtudaginn 5. júlí, til móttöku í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Tilefnið var afhending þátttökuviðurkenninga Alþjóðaólympíunefndarinnar til þeirra keppenda sem kepptu á síðustu Ólympíuöðu, þ.e. leikunum í Sochi 2014 og í Ríó 2016. Að loknum Ólympíuleikum sendir Alþjóðaólympíunefndin sérstaka pinna eða nælur til Ólympíunefnda sem eru eingöngu ætlaðar keppendum á leikunum. 

Góð mæting var á móttökuna en flestir þeirra íslensku keppenda sem kepptu á síðustu Ólympíuöðu höfðu tækifæri á að mæta og taka við viðurkenningu sem Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ afhenti þeim að viðstöddum fulltrúum sérsambanda og ÍSÍ.

Myndir með frétt