Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
20

1000 lyfjapróf á Evrópuleikunum 2019

19.07.2018

Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hefur nú gefið út að á næstu Evrópuleikum árið 2019 í Minsk í Hvíta-Rússlandi verði framkvæmd að minnsta kosti 1000 lyfjapróf á íþróttafólki sem tekur þátt í leikunum. Gert er ráð fyrir 6000 íþróttamönnum frá 50 löndum á næstu leikum, sem munu fara fram í annað sinn árið 2019. Fyrstu Evrópuleikarnir fóru fram í Bakú í Azerbaijan í júní árið 2015. Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni (WADA) er umhugað um að keppni íþróttafólks sé á jafnréttisgrunni og enginn hafi hag af misnotkun árangursbætandi efna. Markmið WADA síðustu ár hefur verið að skera upp herör gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. EOC, sem stendur að baki Evrópuleikunum, vill með þessum fjölda lyfjaprófa stuðla að heilbrigði, sanngirni og jafnrétti íþróttafólks á leikunum og vernda grundvallarrétt íþróttafólks til að taka þátt í lyfjalausum íþróttum.