Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

22.08.2018

Niðurstöður könnunar Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna

Niðurstöður könnunar Lyfjaeftirlits BandaríkjannaKönnun sem Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (USADA) framkvæmdi nýlega er sú stærsta sinnar tegundar hingað til, en hún skoðar viðhorf og upplifun íþróttafólks sem farið hefur á Ólympíuleika og á Paralympics á lyfjamisnotkun og lyfjaeftirliti. 900 íþróttamenn tóku þátt í rannsókninni og kom í ljós að tæplega 40% þeirra hafa verið prófaðir fimm sinnum eða sjaldnar á sínum íþróttaferli.
Nánar ...
21.08.2018

Öryggi iðkenda í fyrirrúmi

Öryggi iðkenda í fyrirrúmiMennta- og menningarmálaráðherra boðaði til blaðamannafundar​ í dag til að kynna niðurstöður starfshóps sem skipaður var í kjölfar #églíka-yfirlýsinga íþróttakvenna. Starfshópurinn hefur skilað ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Tillögur hópsins voru kynntar ríkisstjórn í morgun. Öryggi iðkenda og annarra þátttakenda var sett í öndvegi við alla vinnu hópsins sem taldi mikilvægt að tillögurnar næðu einnig til æskulýðsstarfs utan skóla, m.a. að teknu tilliti til ábyrgðarsviðs ráðuneytisins og samlegðaráhrifa þeirrar starfsemi. Því er einnig fjallað um eineltis- og jafnréttismál í tillögum hópsins.
Nánar ...
20.08.2018

Höfuðáverkar í íþróttum

Höfuðáverkar í íþróttumÍþróttafólk verður oft fyrir höfuðáverkum bæði í keppni og á æfingum. En hvað ber að varast? Hvenær þarf að leita til læknis og hvenær má byrja aftur að æfa og keppa?
Nánar ...
17.08.2018

Íslenskt afreksíþróttafólk hvatt til að taka þátt

Íslenskt afreksíþróttafólk hvatt til að taka þáttNýlega birti stýrihópur innan Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) „Skipulagsskrá íþróttafólks“ sem ætlað er að takast á við og vernda grundvallarréttindi og skyldur íþróttafólks um heim allan. Í stýrihópnum, sem settur var saman af Íþróttamannanefnd IOC, eru 20 íþróttamenn hvaðanæva að úr heiminum. Hátt í 200 íþróttamenn frá öllum heimsálfum hafa komið að gerð skipulagsskráarinnar með einum eða öðrum hætti. Við birtingu skráarinnar eru næstu skref tekin í þróun hennar, þar sem stýrihópurinn býður afreksíþróttafólki um heim allan að leggja sitt á vogarskálarnar með því að svara spurningakönnun sem mun halda áfram að móta þessa mikilvægu skrá. Mun könnunin að öllum líkindum verða sú langstærsta sinnar tegundar, en aldrei áður hafa jafnmargir íþróttamenn tekið þátt í könnun af þessu tagi.
Nánar ...
17.08.2018

50 dagar til Ólympíuleika ungmenna

50 dagar til Ólympíuleika ungmenna Þann 6. október 2018 hefjast Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) í borginni Buenos Aires í Argentínu. Í dag eru 50 dagar þangað til setningarhátíð leikanna fer fram.
Nánar ...
13.08.2018

Á móti straumnum

Á móti straumnum „Á móti straumnum“ eða Against All Odds, eru þættir um íþróttafólk sem finna má á vefsíðu Ólympíustöðvarinnar. Stöðin var meðframleiðandi að sjö þáttum, sem sjá má hér. Hver þáttur fjallar um einn íþróttamann sem hefur yfirstígið hindranir í lífi sínu með vilja og ákveðni að vopni og náð markmiðum sínum. Þáttunum er ætlað að sýna fram á gildi þess að tileinka sér Ólympíuandann og ólympískar hugsjónir, eins og þær að gefa allt sitt í verkefnið og kappkosta við að ná sem allra bestum persónulegum árangri. Þættirnir eru vandaðir og gefa góða innsýn í líf íþróttafólksins. Finna má sögu Santiago Lange, siglingamanns, sem barðist við krabbamein en náði síðan að sigra á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og eins sögu Bryony Page, sem glímdi við andlega erfiðleika á hápunkti ferils síns sem hún sigraðist á og náði silfri á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.
Nánar ...
10.08.2018

Alþjóðlegur dagur æskunnar

Alþjóðlegur dagur æskunnar12. ágúst er alþjóðlegur dagur æskunnar. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) og Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hvetja ungt fólk til þess að deila mynd eða myndbandi á samfélagsmiðlum af sjálfu sér með þeim skilaboðum að fagna æskunni og ungu íþróttafólki. Markmið IOC er að bjóða hvarvetna upp á örugg og ánægjuleg íþróttasvæði fyrir ungt íþróttafólk til þess að æfa og keppa. Einnig er lögð áhersla á að ungt íþróttafólk öðlist jákvæða og ánægjulega reynslu af iðkun íþrótta.
Nánar ...
09.08.2018

Hinsegin fólk í íþróttum

Hinsegin fólk í íþróttumMaría Helga Guðmundsdóttir landsliðskona í karate og formaður Samtaka 78 hélt fyrirlestur á hádegisfundi um hinsegin fordóma árið 2016, en hádegisfundurinn var samvinnuverkefni KSÍ, ÍSÍ og Samtakanna 78. María Helga fjallaði um stöðu hinsegin fólks í íþróttum, um kynjakerfið og hvernig það hefur áhrif á íþróttamenningu og þýðingu ýmissa hugtaka eins og intersex og kynsegin. Í fyrirlestrinum talaði María Helga um birtingaform fordóma á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna í íþróttum. Í lok fyrirlestursins ræddi hún um hvernig þjálfari, liðsfélagi, stjórnarmaður eða foreldri geti stutt hinsegin fólk í íþróttum og stuðlað þannig að opnu og fordómalausu umhverfi.
Nánar ...
08.08.2018

Smáþjóðaleikar 2019

Smáþjóðaleikar 2019Næstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní 2019. Þann 31. júlí sl. voru 300 dagar til leika. Svartfjallaland tók þátt í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum árið 2011 og er nú í fyrsta sinn gestgjafi leikanna. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, bowls, blak og strandblak. Allir þátttakendur á leikunum munu gista á sama hótelinu í strandbænum Budva sem liggur að Adríahafinu. Íslendingar hafa verið afar sigursælir á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina og alla jafna er stór hópur fólks sem tekur þátt í leikunum fyrir Íslands hönd.
Nánar ...
07.08.2018

Merki Bakú 2019

Merki Bakú 2019Nýlega birti skipulagsnefnd Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar merki hátíðarinnar, sem fram fer í Bakú í Azerbaijan 21. - 27. júlí 2019. Mun þetta vera í fimmtánda skiptið sem Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram að sumri til, en einnig fer fram hátíð að vetri til sama ár. Hönnun merkis hátíðarinnar í Bakú byggir á anda vináttu, háttvísi og umburðarlyndis.
Nánar ...