Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
8

Niðurstöður könnunar Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna

22.08.2018

Könnun sem Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (USADA) framkvæmdi nýlega er sú stærsta sinnar tegundar hingað til, en hún skoðar viðhorf og upplifun íþróttafólks sem farið hefur á Ólympíuleika og á Paralympics á lyfjamisnotkun og lyfjaeftirliti. 900 íþróttamenn tóku þátt í rannsókninni og kom í ljós að tæplega 40% þeirra hafa verið prófaðir fimm sinnum eða sjaldnar á sínum íþróttaferli.

Hér fyrir neðan má sjá tölfræði úr könnuninni:
4% sagðist aldrei hafa farið í lyfjapróf.
36% sagðist hafa farið 1-5x í lyfjapróf.
22% sagðist hafa farið 6-10x í lyfjapróf.
16% sagðist hafa farið 11-20x í lyfjapróf.
7% sagðist hafa farið oftar en 50x í lyfjapróf.



Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur einnig fram að bandarískt íþróttafólk telur sig finna fyrir því frá íþróttastofnunum að krafa sé gerð um að vinna til verðlauna á stórmótum.
• 75% íþróttafólks telur að „að minnsta kosti nokkrir“ keppinauta þeirra noti ólögleg árangursbætandi efni.
• 61% íþróttafólks upplifir það að athyglin beinist einungis að því íþróttafólki sem sigrar mótin.
• 60% íþróttafólks telur sig undir þeim þrýstingi að það verði að vinna til verðlauna.
• 57% íþróttafólks vill að íþróttafólk í sinni íþrótt tali oftar opinberlega á móti lyfjamisnotkun.
• 35% telja að alþjóðlegir keppinautar þeirra séu ekki nægilega oft prófaðir.

Fréttina má lesa á vefsíðu Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna hér.