Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Hinsegin fólk í íþróttum

09.08.2018

María Helga Guðmundsdóttir landsliðskona í karate og formaður Samtaka 78 hélt fyrirlestur á hádegisfundi um hinsegin fordóma árið 2016, en hádegisfundurinn var samvinnuverkefni KSÍ, ÍSÍ og Samtakanna 78. María Helga fjallaði um stöðu hinsegin fólks í íþróttum, um kynjakerfið og hvernig það hefur áhrif á íþróttamenningu og þýðingu ýmissa hugtaka eins og intersex og kynsegin. Í fyrirlestrinum talaði María Helga um birtingaform fordóma á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna í íþróttum. Í lok fyrirlestursins ræddi hún um hvernig þjálfari, liðsfélagi, stjórnarmaður eða foreldri geti stutt hinsegin fólk í íþróttum og stuðlað þannig að opnu og fordómalausu umhverfi.

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur hér á Vimeo-síðu ÍSÍ.