Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

12.10.2015

Göngum í skólann lokið

Alþjóðlegi göngum í skólann dagurinn var þann 7. október sl. Þá var einnig síðasti dagur verkefnisins Göngum í skólann. 76 skólar skráðu sig til leiks og gaman er að sjá hversu mörg skemmtileg verkefni skólar eru að fást við í tengslum við Göngum í skólann.
Nánar ...
09.10.2015

Íþróttir á Íslandi: Umfang og hagræn áhrif

Íþróttir á Íslandi: Umfang og hagræn áhrifÍ gær fór fram málþing um umfang og hagræn áhrif íþrótta í samfélaginu. Dr. Þórólfur Þórlindsson prófessor og Dr. Viðar Halldórsson lektor frá HÍ hófu málþingið með því að kynna áfangaskýrslu sem ber heitið „Íþróttir á Íslandi: Umfang og hagræn áhrif“.
Nánar ...
08.10.2015

Málþing - Umfang og hagræn áhrif íþrótta

Málþing - Umfang og hagræn áhrif íþróttaÍ dag, fimmtudaginn 8. október kl. 15:00-17:00, fer fram málþing um umfang og hagræn áhrif íþrótta í samfélaginu. Kynnt verður frumrannsókn á helstu þáttum íþrótta sem hafa efnahagsleg áhrif á samfélagið. Málþingið er ætlað öllum sem láta sig íþróttir og áhrif þeirra í samfélaginu varða.
Nánar ...
07.10.2015

Uppskerutími

UppskerutímiEftir viðburðarríkt sumar þar sem Smáþjóðaleikarnir stóðu upp úr í starfi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, byrjar haustið af miklum krafti og hefur nú þegar fært okkur frækileg íþróttaafrek. Sum hver svo stór að þau munu seint gleymast.
Nánar ...
06.10.2015

Metaðsókn á málþing á Akureyri

Metaðsókn á málþing á AkureyriÍ dag var haldið málþing á Akureyri um andlega líðan íþróttamanna, en samskonar málþing var haldið í byrjun september í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesarar voru þau Hafrún Kristjánsdóttir, Sævar Ólafsson og Ingólfur Sigurðsson.
Nánar ...
06.10.2015

Forvarnardagurinn 2015

Forvarnardagurinn 2015 Forvarnardagurinn 2015 var haldinn föstudaginn 2. október sl. Í tilefni af deginum heimsótti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fjóra skóla, Vættarskóla í Reykjavík, Brekkubæjarskóla á Akranesi, Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, fór með forsetanum í skólana ásamt föruneyti frá ÍSÍ.
Nánar ...
06.10.2015

Lestu ÍSÍ-Fréttir rafrænt

Lestu ÍSÍ-Fréttir rafræntÍSÍ- Fréttir komu út í september. Þar má meðal annars lesa um Evrópuleikana í Bakú 2015, Ólympíuhátíð æskunnar í Tbilisi 2015 og Ólympíuleikana í Ríó 2016 ásamt því að skoða skemmtilegar myndir af íslenskum þátttakendum frá þessum slóðum.
Nánar ...
05.10.2015

Málþing um andlega líðan íþróttamanna

Málþing um andlega líðan íþróttamannaÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og Knattspyrnusamband Íslands efna til málþings um andlega líðan íþróttamanna. Málþingið fer fram 6. október kl: 16:30-18:00 í Háskólanum á Akureyri.
Nánar ...
02.10.2015

Forvarnardagurinn er í dag

Forvarnardagurinn er í dagForvarnardagurinn er í dag 2. október og er nú haldinn í tíunda sinn í grunnskólum landsins og í fimmta sinn í framhaldsskólum. Á Forvarnardaginn ræða nemendur í skólunum um hugmyndir sínar og tillögur varðandi nýjungar og breytingar á æskulýðs- og íþróttastarfi, fjölskyldulífi og öðrum þeim þáttum sem eflt geta forvarnir.
Nánar ...
01.10.2015

Málþing - Umfang og hagræn áhrif íþrótta

Málþing - Umfang og hagræn áhrif íþróttaFimmtudaginn 8. október kl. 15:00-17:00 fer fram málþing um umfang og hagræn áhrif íþrótta í samfélaginu. Kynnt verður frumrannsókn á helstu þáttum íþrótta sem hafa efnahagsleg áhrif á samfélagið. Málþingið er haldið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Háskóla Íslands.
Nánar ...
30.09.2015

Ásdís Rósa kjörin fyrsti formaður Hnefaleikasambands Íslands

Ásdís Rósa kjörin fyrsti formaður Hnefaleikasambands ÍslandsÍ dag var Stofnþing Hnefaleikasambands Íslands haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ setti þingið og stýrði því. Með stofnun Hnefaleikasambands Íslands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 31 talsins. Ásdís Rósa Gunnarsdóttir var einróma kjörin fyrsti formaður sambandsins.
Nánar ...