Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

30.09.2015

ÍSÍ-Fréttir

ÍSÍ-Fréttir ÍSÍ- Fréttir komu út í september. Þar má meðal annars lesa pistla Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ og fréttir af margvíslegum verkefnum ÍSÍ síðustu mánuði.
Nánar ...
29.09.2015

Stofnþing Hnefaleikasambands Íslands

Stofnþing Hnefaleikasambands ÍslandsStofnþing Hnefaleikasambands Íslands (HNÍ) verður haldið miðvikudaginn 30. september kl. 18 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu verður fyrsta stjórn sambandsins kosin. Á vormánuðum 2002 setti ÍSÍ á stofn nefnd um ólympíska hnefaleika og hefur markmið nefndarinnar verið að hafa umsjón með útbreiðslu og uppbyggingu greinarinnar undir leiðsögn og eftirliti ÍSÍ.
Nánar ...
28.09.2015

Fundur um þjálfaramenntun

ÍSÍ hélt fund með fulltrúum sérsambanda og sérnefnda föstudaginn 25. september sl. Fundarefnið var þjálfaramenntun og gildi hennar. Fundurinn var sjálfstætt framhald fundar sem haldinn var um sama efni í maí sl.
Nánar ...
28.09.2015

Fjarnám í þjálfaramenntun hefst í dag

Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst í dag, mánudaginn 28. september. Námið stendur yfir í átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og nemendur komið úr fjölmörgum íþróttagreinum.
Nánar ...
24.09.2015

Úrslit Hjólum í skólann 2015

Hjólum í skólann, þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna kepptust um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla/vinnu er nú lokið. Hjólum í skólann var haldið í þriðja sinn í ár dagana 9.-22. september.
Nánar ...
24.09.2015

Þjálfaranámskeið í hnefaleikum

Þjálfaranámskeið í hnefaleikumDagana 19.-23. september fór fram 1. stigs þjálfaranámskeið í ólympískum hnefaleikum á vegum AIBA (Alþjóðalega Hnefaleikasambandið) og Hnefaleikanefndar ÍSÍ. Þátttakendur voru 14 talsins, þar af fjórir frá Svíþjóð. Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt og sá Edwards Terence frá Bretlandi um kennsluna. Námskeiðið þótti takast vel en það var styrkt af Ólympíusamhjálpinni.
Nánar ...