Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
26

30.12.2015

Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörin íþróttamaður ársins 2015

Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörin íþróttamaður ársins 2015Það var mikið um dýrðir í Silfurbergi í Hörpu fyrr í kvöld þegar Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona var útnefnd íþróttamaður ársins 2015 af Samtökum íþróttafréttamanna. Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður var í öðru sæti og Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona var í þriðja sæti.
Nánar ...
30.12.2015

Íþróttamaður ársins 2015 kynntur í Hörpu í dag

Íþróttamaður ársins 2015 kynntur í Hörpu í dagSamtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2015. Hófið verður haldið í dag í Hörpu og hefst kl. 18:15. Dagskráin samanstendur af afhendingu viðurkenninga ÍSÍ til íþróttamanna og íþróttakvenna sérgreina íþrótta og útsendingu Sjónvarpsins þar sem kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2015 verður lýst. Einnig verða tveir einstaklingar útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ.
Nánar ...
30.12.2015

Handknattleiksdeild Selfoss fyrirmyndardeild ÍSÍ

Handknattleiksdeild Selfoss fyrirmyndardeild ÍSÍHandknattleiksdeild Selfoss fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ 18. desember síðastliðinn. Viðurkenningin var afhent í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í hálfleik stórleiks Selfoss og Mílunnir í mfl. karla í handknattleik.
Nánar ...
29.12.2015

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum – Rúmlega 140 m.kr. til úthlutunar

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum – Rúmlega 140 m.kr. til úthlutunarÍ dag var tilkynnt um úthlutun á styrkjum Afrekssjóðs ÍSÍ vegna 2016. Styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema samtals 142 milljónum króna. Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ. Hljóta öll þessi sambönd styrk vegna sinna landsliðsverkefna, þótt um misháar upphæðir sé að ræða.
Nánar ...
25.12.2015

Gleðileg jól!

Gleðileg jól!Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með sérstakri þökk til sambandsaðila ÍSÍ og sjálfboðaliða í hreyfingunni fyrir samstarfið á árinu.
Nánar ...
23.12.2015

Skrifstofa ÍSÍ lokuð á Þorláksmessu

Starfsfólk ÍSÍ er komið í jólafrí og því verður skrifstofa ÍSÍ lokuð í dag, Þorláksmessu. Opið verður á milli hátíða, 28., 29. og 30. desember en lokað þann 31. desember.
Nánar ...
21.12.2015

Hádegisfundur um hagræðingu úrslita í íþróttum - fyrirlestrarnir komnir á netið

Hádegisfundur um hagræðingu úrslita í íþróttum - fyrirlestrarnir komnir á netiðÁ dögunum bauð ÍSÍ upp á hádegisfund um hagræðingu úrslita og fór hann fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar. Líney Halldórsdóttir framkvæmdastýra ÍSÍ opnaði fundinn og sagði frá þeirri miklu ógn sem stafar af hagræðingu úrslita í íþróttum á heimsvísu. Í máli Líneyjar kom fram að ÍSÍ hefur ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum undirritað sameiginlega yfirlýsingu um baráttu gegn hagræðingu úrslita í íþróttum (match fixing). Þá hefur samningur Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum verið undirritaður fyrir Íslands hönd.
Nánar ...
16.12.2015

Miðasala er hafin á Reykjavíkurleikana 2016

Miðasala er hafin á Reykjavíkurleikana 2016Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í níunda sinn dagana 21.- 31.janúar 2016. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum. Reykjavíkurleikarnir eru mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 20 einstaklingsíþróttagreinum.
Nánar ...
15.12.2015

Kraftlyftingafélag Akureyrar fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Kraftlyftingafélag Akureyrar fyrirmyndarfélag ÍSÍKraftlyftingafélag Akureyrar fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á svokölluðum sláttudegi félagsins laugardaginn 12. desember. Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri afhenti formanni félagsins Grétari Skúla Gunnarssyni viðurkenninguna.
Nánar ...
14.12.2015

Tímamótum fagnað í Laugardalshöll

Tímamótum fagnað í LaugardalshöllÞann 4. desember voru 50 ár liðin frá því Laugardalshöll var tekin til notkunar. Laugardalshöllin var teiknuð af arkitektunum Gísla Halldórssyni heiðursforseta ÍSÍ og Skarphéðni Jóhannessyni og reist af Reykjavíkurborg og Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Sem kunnugt er þá var Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ á árunum 1962-1980 og formaður Ólympíunefndar Íslands 1951-1994, ásamt því að gegna ýmsum öðrum trúnaðarstörfum tengdum íþróttahreyfingunni.
Nánar ...
11.12.2015

Úrslit liggja fyrir í Þrekraunum

Úrslit liggja fyrir í ÞrekraunumÞrekraunir er norræn íþróttakeppni fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í grunnskólum Norðurlandanna. Keppnin er á milli bekkja og er það heildarárangur allra nemenda í hverjum bekk sem telur. Sigurvegarar ársins í 7. bekk komu frá Danmörku og sigurvegarar 8.bekkjar komu frá Noregi.
Nánar ...