Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

20.09.2012

Vel sótt fararstjóranámskeið á Akureyri

ÍSÍ bauð upp á fararstjóranámskeið á Akureyri miðvikudaginn 19. september síðastliðinn í samstarfi við ÍBA. 20 aðilar sóttu námskeiðið og komu þeir frá hinum ýmsu aðildarfélögum ÍBA.
Nánar ...
20.09.2012

Tilnefning til samgönguviðurkenningar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er tilnefnd til samgönguviðurkenningar Reykjavíkurborgar sem veitt verða í fyrsta sinn. ÍSÍ var tilnefnt í flokki félagasamtaka vegna verkefnanna Göngum í skólann og Hjólað í vinnuna.
Nánar ...
19.09.2012

Fararstjóranámskeið á Akureyri

ÍSÍ býður upp á námskeið fyrir fararstjóra í íþróttaferðum á Akureyri miðvikudaginn 19. september í samstarfi við ÍBA. Þátttaka er öllum heimil án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir en námskeiðið mun fara fram í íþróttamiðstöðinni að Glerárgötu 26 kl. 17.30-19.00.
Nánar ...
18.09.2012

Hjólum til framtíðar

Ráðstefnan Hjólum til framtíðar 2012; rannsóknir og reynsla, verður haldin í Iðnó föstudaginn 21. september. Í ár er áherslan á það sem efst ber á baugi í heimi hjólavísindanna og reynslu þeirra sem hafa eflt hjólreiðar í sínu nærumhverfi. Rannsókn um Hjólreiðar á köldum svæðum er eitt lykilerinda ráðstefnunnar.
Nánar ...
17.09.2012

Hjólað í skólann

Hjólað í skólannÍ tengslum við Evrópska samgönguviku (16. til 22. september) eru nemendur og starfsmenn allra framhaldsskóla hvattir til að hjóla í skóla/vinnu á morgun, þriðjudaginn 18. september.
Nánar ...
12.09.2012

Júdódeild Njarvíkur fyrirmyndardeild ÍSÍ

Júdódeild Njarvíkur fyrirmyndardeild ÍSÍJúdódeild Umf. Njarðvikur fékk viðurkennningu sem fyrirmyndardeild ÍSÍ á foreldrafundi deildarinnar fimmtudaginn 6. september síðastliðinn. Það var Sigríður Jónsdóttir formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti Björgvini Jónssyni formanni júdódeildarinnar viðurkenninguna ásamt fána fyrirmyndarfélaga.
Nánar ...
12.09.2012

Haustfjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun!

Haustfjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst mánudaginn 8. október næstkomandi. Námið er öllum opið sem lokið hafa grunnskólaprófi. Um er að ræða 8 vikna nám sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Það er allt tekið í fjarnámi og skila nemendur verkefni vikulega og taka auk þess þrjú krossapróf.
Nánar ...
10.09.2012

Ljós í þjóðarsálina

Nú þegar þetta er ritað er annasöm helgi að baki þar sem íslensk landslið hafa staðið í ströngu og borið hróður lands og þjóðar um víða veröld. Tímamótasigur karlalandsliðsins í knattspyrnu á Norðmönnum virðist vera í takt við áralangt og skipulagt uppbyggingarstarf innan Knattspyrnusambands Íslands, og góður leikur karlalandsliðsins í körfuknattleik markar vonandi spor í sömu átt eftir fjarveru frá Evrópukeppni landsliða um skeið.
Nánar ...
10.09.2012

Sviðsstjóri með kynningu fyrir ÍKFÍ

Sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ var með fyrirlestur um samnorræna verkefnið "Þrekraunir" á endurmenntunardegi Íþróttakennarafélags Íslands á Laugarvatni föstudaginn 7. september síðastliðinn.
Nánar ...
06.09.2012

Síðustu dagar Ólympíumóts fatlaðra

Síðustu dagar Ólympíumóts fatlaðraEinn keppnisdagur er eftir hjá íslensku þátttakendunum á Ólympíumóti fatlaðra í London. Helgi Sveinsson frjálsíþróttakappi keppir í spjótkasti og 100 m hlaupi á morgun, þann 7. september. Góður árangur hefur náðst hjá íslensku keppendunum og þar ber auðvitað hæst árangur Jóns Margeirs Sverrissonar gullverðlaunahafa í 200 m skriðsundi í flokki S1, flokki þroskahamlaðra, en Jón Margeir setti, eins og alkunna er, bæði heimsmet og Ólympíumótsmet í sundinu.
Nánar ...
06.09.2012

Lífshlaupið í framhaldsskólum

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samstarfi við embætti landlæknis og í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóla, stendur fyrir Lífshlaupi fyrir framhaldsskóla sem fram fer dagana 3.-16. október næstkomandi.
Nánar ...