Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

14.06.2024

Er félagið þitt Fyrirmyndarfélag ÍSÍ?

Er félagið þitt Fyrirmyndarfélag ÍSÍ?Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni er lúta að starfsemi íþróttafélaga og -héraða. Viðurkenningar eru veittar til þeirra félaga og héraða sem uppfylla skilyrði sem ÍSÍ setur. Félag eða hérað, með þessa viðurkenningu, hefur samþykkt stefnur og áætlanir í flestum þeim málaflokkum sem með einum eða öðrum hætti snerta íþróttastarfið.
Nánar ...
14.06.2024

Vel sótt þing STÍ

Vel sótt þing STÍÁrsþing Skotíþróttasambands Íslands (STÍ) fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 7.júní. Þingið var afar vel sótt en fulltrúar ellefu héraðs- og íþróttabandalaga af fjórtán aðildarsamböndum mættu og þar af fulltrúar fjórtán skotfélaga af átján sem eiga aðild að STÍ. Halldór Axelsson, formaður, var þingforseti og Magnús Ragnarsson, þingritari.
Nánar ...
13.06.2024

Hákon Þór fer á Ólympíuleikana í París

Hákon Þór fer á Ólympíuleikana í ParísHákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður, hefur fengið boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París næsta sumar en Alþjóða ólympíunefndin staðfesti svo í dag. Hákon Þór verður þar með þriðji Íslendingurinn sem kemst inn á Ólympíuleikana.
Nánar ...
13.06.2024

Stjórn endurkjörin á ársþingi HNÍ

Stjórn endurkjörin á ársþingi HNÍÁrsþing Hnefaleikasambands Íslands (HNÍ) fór fram sunnudaginn 2. maí í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík. Engar breytingar voru gerðar á lögum HNÍ en samþykktar voru breytingar á nýrri gjaldskrá HNÍ sem hefur verið birt á heimasíðunni. Ársreikningur og fjárhagsáætlun voru einnig samþykkt.
Nánar ...
12.06.2024

Þing FIS haldið á Íslandi í fyrsta skipti

Þing FIS haldið á Íslandi í fyrsta skipti55. þing Alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS) var haldið í Hörpu í Reykjavík miðvikudaginn 5. júní sl. Er þetta í fyrsta skipti sem ólympískt íþróttasamband heldur þing sitt á Íslandi. Á þriðjudag, fyrir þingið, var haldið sérstakt afmælishóf en í ár eru 100 ár eru frá stofnun FIS. Um 350 erlendir fulltrúar og gestir voru mættir til Reykjavíkur til þess að taka þátt í þinginu og tengdum viðburðum.
Nánar ...
11.06.2024

Skúli Óskarsson látinn

Skúli Óskarsson látinnSkúli Óskarsson lyftingamaður og meðlimur í Heiðurshöll ÍSÍ, lést sunnudaginn 9. júní síðastliðinn á hjartadeild Landspítalans. Hann var 75 ára að aldri.
Nánar ...
11.06.2024

Guðlaug Edda hlýtur styrk frá UMSK

Guðlaug Edda hlýtur styrk frá UMSKGuðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona í Ólympíuhópi ÍSÍ, hlaut í dag styrkt að upphæð 750.000 kr frá Ungmennasambandi Kjalarnessþings (UMSK) en styrkurinn er hugsaður til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í París í næsta mánuði. Guðlaug Edda fékk nýverið boðsæti frá Alþjóða Ólympíunefndinni á Ólympíuleikana en hún er annar Íslendingurinn sem kemst á leikana í sumar.
Nánar ...