Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

7

07.05.2014

Rafrænt kyndilhlaup Ólympíuleika ungmenna er farið af stað

Rafrænt kyndilhlaup Ólympíuleika ungmenna er farið af staðÍ tilefni af Ólympíuleikum ungmenna var ólympíueldurinn tendraður við hátíðlega athöfn þann 30. apríl í Aþenu í Grikklandi. Innblásturinn að athöfninni kom frá þeirri ólympísku hefð að nota geisla sólarinnar til að tendra eldinn í kyndlinum. Athöfnin markaði einnig upphaf nýrrar tegundar kyndilhlaups, en það er rafrænt og framkvæmt í gegnum smáforrit sem kallast Virtual Torch Relay.
Nánar ...
07.05.2014

Vel heppnuð opnunarhátíð

Hjólað í vinnuna rúllaði formlega af stað í morgun frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, velferðarráðherra (heilbrigðisráðherra), Leifur Bárðarson, frá Embætti landlæknis og Eva Einarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur ávörpuðu gesti og hjóluðu verkefnið síðan af stað. Dr. Bæk var á staðnum með smurolíubrúsann á lofti að lagfæra hjól.
Nánar ...
07.05.2014

Samráðsfundur sérsambanda vegna Smáþjóðaleikanna

Samráðsfundur sérsambanda vegna SmáþjóðaleikannaÍ mörg horn er að líta þegar kemur að því að halda Smáþjóðaleika. Á samráðsfundi skipulagsnefndar smáþjóðaleikanna og sérsamband sem taka þátt í leikunum var farið yfir helstu atriði sem huga þarf að í kringum leikana og nú þegar að rúmt ár er til stefnu. Meðal annars var farið yfir mál sem tengjast hótelum, samgöngum, fæði þátttakenda og fjárhagshlutann.
Nánar ...
06.05.2014

Heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna hefst á morgun

Opnunarhátíð Hjólað í vinnuna er á morgun, miðvikudaginn 7. maí, kl. 8:30 - 9:00 í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Þátttakendur sem eiga þess kost er boðið að hjóla við, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp.
Nánar ...
06.05.2014

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg hlaut viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ laugardaginn 3. maí síðastliðinn. Viðurkenningin var afhent í Síldarmynjasafninu á Siglufirði þar sem Skíðafélagið var með móttöku í kjölfar fyrsta skíðamóts sem haldið hefur verið á fjallaskíðum á Íslandi. Það var Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti Brynju Hafsteinsdóttur formanni Skíðafélagsins viðurkenninguna um borð í gömlum síldarbát sem staðsettur er í miðju safninu og stóðu aðrir viðstaddir á gamalli bryggju sem báturinn "lá" við. Þess má geta að fyrir liggur samþykkt frá ársþingi UÍF fyrir tveimur árum að öll aðildarfélög UÍF verði orðin Fyrirmyndarfélög ÍSÍ árið 2015. Á myndinni eru þau Brynja Hafsteinsdóttir og Viðar Sigurjónsson.
Nánar ...
06.05.2014

Sigurður Valur áfram formaður BTÍ

Sigurður Valur áfram formaður BTÍÁrsþing Borðtennissambands Íslands var haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal 22. apríl sl.. Á þinginu voru samþykkt ný lög BTÍ sem finna má á heimasíðu sambandsins, www.bordtennis.is. Sigurður Valur Sverrisson var endurkjörinn formaður BTÍ.
Nánar ...
05.05.2014

ÍSÍ sótti aðalfund FÍÆT

Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, Viðar Sigurjónsson var með kynningu á Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ á aðalfundi FÍÆT á Egilsstöðum föstudaginn 2. maí síðastliðinn. FÍÆT er skammstöfun á Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa. Meiningin með kynningunni var að sýna fram á gildi viðurkenninga ÍSÍ til íþróttafélaga fyrir gæðastarf og augljósa tengingu þess við sveitarfélög landsins. Það er væntanlega beggja hagur, ÍSÍ og sveitarfélaga að íþróttastarf sé sem faglegast og best úr garði gert. Það er von ÍSÍ að sveitarfélögin sýni þessu áhuga og ÍSÍ lýsir sig jafnframt reiðubúið til frekara samstarfs í þessum efnum. Allar frekari upplýsingar um þessi mál veitir Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 514-4000 og 460-1467. Á myndinni eru frá vinstri þeir Ragnar Örn Pétursson formaður FÍÆT og Viðar Sigurjónsson.
Nánar ...
02.05.2014

Guðmundur B. Ólafsson endurkjörinn formaður HSÍ

Guðmundur B. Ólafsson endurkjörinn formaður HSÍ57. ársþing HSÍ var haldið í dag 30. apríl síðastliðinn í Laugardalshöll. Þingstörf gengu vel fyrir sig. Litlar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins á ársþinginu. Velta sambandsins á árinu 2013 var ríflega 200 milljónir króna og tap ársins um 11, 7 milljónir. Þess má geta að eigið fé sambandsins er jákvætt um 5,7 milljónir. Kosið var um formann HSÍ og var Guðmundur B. Ólafsson endurkjörinn í það embætti.
Nánar ...
02.05.2014

Vel mætt á ársþing BSÍ

Ársþing Badmintonsambands Íslands var haldið 30. apríl í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þingfulltrúar voru 40 frá átta héraðssamböndum og íþróttabandalögum. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri reikninga sambandsins, en BSÍ hefur verið rekið með hagnaði síðustu tvö starfsár. Fyrir þinginu lágu tillögur um liðakeppni unglinga og að BSÍ setti á laggirnar aganefnd. efnd.
Nánar ...