Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

03.12.2013

Formannafundur ÍSÍ

Árlegur Formannafundur ÍSÍ var haldinn föstudaginn 29. nóvember sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga, þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ gefur skýrslu um helstu þætti í starfsemi ÍSÍ og verkefni á milli þinga. Í upphafi fundar minntust fundargestir látinna félaga úr íþróttahreyfingunni og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ flutti minningarorð um Ólaf E. Rafnsson forseta ÍSÍ sem varð bráðkvaddur 19. júní sl. Að loknum fundi bauð ÍSÍ fundargestum til kvöldverðar í Café Easy.
Nánar ...
03.12.2013

ÍSÍ-fréttir

ÍSÍ-fréttir komu út föstudaginn 29. nóvember sl. og er hægt að nálgast vefútgáfu af blaðinu. Þar má meðal annars lesa pistil Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ og fréttir af margvíslegum verkefnum ÍSÍ síðustu mánuði.
Nánar ...
02.12.2013

Fjármálaráðstefna ÍSÍ vel sótt

Fjármálaráðstefna ÍSÍ vel sóttFjármálaráðstefna ÍSÍ var haldin föstudaginn 29. nóvember sl. í Laugardalshöll og var vel sótt. Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ fór yfir lykiltölur úr rekstri íþróttahreyfingarinnar en tölurnar eru unnar upp úr Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ. Fulltrúar fimm íþróttafélaga á landsvísu héldu erindi um ýmsa þætti í rekstri síns félags og ytra umhverfi þeirra.
Nánar ...