Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
1

15.03.2021

Öll félög með virkar reglur og áætlanir

Öll félög með virkar reglur og áætlanirÍ stefnu Reykjavíkur í íþróttamálum til ársins 2030 er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi. Að gefnu tilefni vill ÍSÍ benda á það efni sem hægt er að nálgast á vefsíðu ÍSÍ og í prentuðu formi á skrifstofu ÍSÍ við Engjaveg 6.
Nánar ...
12.03.2021

Úthlutun viðbótarframlags ríkisins til íþróttahreyfingarinnar.

Úthlutun viðbótarframlags ríkisins til íþróttahreyfingarinnar.Á vormánuðum 2020 gerði Mennta- og menningarmálaráðherra samning við ÍSÍ um að allt að 450 milljónir króna yrði varið til íþróttahreyfingarinnar í fyrsta lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bæta það tjón sem einingar innan hennar urðu fyrir vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Var þeim fjármunum ráðstafað með tveimur mismunandi aðferðum og greitt til íþróttafélaga vorið 2020, svokallaðar almennar aðgerðir, og til íþróttafélaga, deilda, sérsambanda og íþróttahéraða að hausti, svokallaðar sértækar aðgerðir.
Nánar ...
12.03.2021

Ábending ÍSÍ og UMFÍ varðandi rafíþróttir/rafleiki

Ábending ÍSÍ og UMFÍ varðandi rafíþróttir/rafleikiFrá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) Síðustu misseri hafa nokkur íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ og UMFÍ boðið félagsmönnum sínum upp á iðkun rafíþrótta/rafleikja innan starfsemi viðkomandi félaga. Þessi verkefni eru tiltölulega ný af nálinni innan samtakanna en á síðustu þingum þeirra beggja var lagt til að stofna vinnuhópa, sem þegar hefur verið gert, til þess að ná að ramma inn tilgang og markmið slíkrar starfsemi í samræmi við starf og gildi þeirra.
Nánar ...
10.03.2021

Bæklingurinn Sports for our children

Bæklingurinn Sports for our childrenÚt er kominn bæklingurinn Íþróttir barnsins vegna á ensku og heitir þá Sports – for our children. Bæklingurinn inniheldur stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga. Hann má nálgast á skrifstofu ÍSÍ í prentaðri útgáfu, en einnig í rafrænni útgáfu.
Nánar ...
10.03.2021

Hlutfall íþróttakvenna að aukast á Ólympíuleikum

Hlutfall íþróttakvenna að aukast á ÓlympíuleikumAlþjóðaólympíunefndin (IOC), Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (IPC), skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó 2020, ríkisstjórn Japans og borgarstjórn Tókýó (TMG) ítrekuðu á Alþjóðlegum barráttudegi kvenna að leitast væri eftir því að Ólympíuleikarnir og Paralympics yrðu leiðandi varðandi jafnrétti kynjanna, bæði innan vallar og utan og að leikarnir ættu að standa fyrir jafnrétti og samfélagi án aðgreiningar. Á leikunum er stefnt að eftirfarandi:
Nánar ...
09.03.2021

Ársþing GLÍ 2021

Ársþing GLÍ 2021Þann 6. mars sl. fór fram 57. ársþing Glímusambands Íslands (GLÍ). Ásmundur H. Ásmundsson, Margrét Rún Rúnarsdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Jana Lind Ellertsdóttir, Einar Eyþórsson og Hjörtur Elí Steindórsson komu ný inn í stjórn. Auk þeirra eru Svana Hrönn, formaður og Guðmundur Stefán Gunnarsson í stjórn GLÍ.
Nánar ...
09.03.2021

Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir

Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfirUmf. Njarðvík og Keflavík íþrótta- og ungmennafélag hafa tekið höndum saman og bjóða í sameiningu upp námskeið í knattspyrnu og körfuknattleik fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir. Æfingarnar eru undir handleiðslu hæfra þjálfara af báðum kynjum þar sem iðkendum á aldrinum 6–13 ára er mætt á þeirra forsendum.
Nánar ...
09.03.2021

Umsóknarfrestur íþrótta- og tómstundastyrkja framlengdur

Umsóknarfrestur íþrótta- og tómstundastyrkja framlengdurVegna Covid-19 faraldursins hefur félags- og barnamálaráðherra sett af stað sérstakt verkefni þar sem börn tekjulægri heimila eiga rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundarstyrk á skólaárinu 2020-2021. Styrkurinn er veittur grunnskólabörnum sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí árið 2020. Umsóknarfrestur vegna þessara styrkja hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021.
Nánar ...
08.03.2021

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dag

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dagAlþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, 8. mars, og í ár ber dagurinn yfirskriftina: ,,Choose To Challenge“ eða „Veldu að ögra“. Þema dagsins í ár snýr því að áskorun, að taka ákvörðun um að ögra heiminum því aðeins þannig breytast hlutirnir. Á vef International Women´s Day segir: ,,A challenged world is an alert world and from challenge comes change. So let's all choose to challenge."
Nánar ...