Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

17.10.2016

Paralympic dagurinn 22. okt

Paralympic dagurinn 22. oktParalympic - dagurinn er stórskemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Viðburðurinn verður haldinn laugardaginn 22. október nk. frá kl. 14:00-16:00 í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Nánar ...
17.10.2016

Ólympíustöðin

ÓlympíustöðinAðdáendur geta nú fylgst með íþróttum, íþróttafólki og sögunum á bak við Ólympíuleikana allt árið um kring á Ólympíustöðinni.
Nánar ...
15.10.2016

Vel heppnuð Íþróttavísindaráðstefna

Vel heppnuð ÍþróttavísindaráðstefnaÍ dag fór fram þriðji dagur Íþróttavísindaráðstefnunnar Frá unglingi til afreksmanns - Hraust sál í heilbrigðum líkama. Tvær málstofur fóru fram í dag, „Endurheimt, svefn og næring“ og „Að koma inn í unglingalandslið „best practice“ frá nokkrum sérsamböndum og umgjörð yngri landsliða“.
Nánar ...
14.10.2016

Annar dagur Íþróttaráðstefnu ÍSÍ fræðandi

Annar dagur Íþróttaráðstefnu ÍSÍ fræðandiÍ dag fór fram annar dagur Íþróttavísindaráðstefnunnar Frá unglingi til afreksmanns - Hraust sál í heilbrigðum líkama. Á morgun er síðasti dagur ráðstefnunnar, en nóg eftir enn og því hvetur ÍSÍ fólk til að skrá sig, mæta á staðinn og hlusta á skemmtileg og fræðandi erindi.
Nánar ...
13.10.2016

Frábær byrjun á ráðstefnunni

Frábær byrjun á ráðstefnunniÍ dag kl. 17 hófst Íþróttavísindaráðstefnan Frá unglingi til afreksmanns - Hraust sál í heilbrigðum líkama. Ráðstefnan stendur yfir dagana 13. - 15. október og fer fram í Laugardalshöll.
Nánar ...
13.10.2016

Frá unglingi til afreksmanns

Frá unglingi til afreksmannsÍ dag kl. 17 hefst Íþróttavísindaráðstefnan Frá unglingi til afreksmanns - Hraust sál í heilbrigðum líkama. Ráðstefnan stendur yfir dagana 13. - 15. október og fer fram í Laugardalshöll. Þar munu margir af fremstu sérfræðingum Íslands í íþróttavísindum fjalla um uppbyggingu ungs íþróttafólks. Heilbrigðisráð ÍSÍ stendur fyrir ráðstefnunni.
Nánar ...
12.10.2016

Forvarnardagurinn 2016

Forvarnardagurinn 2016Forvarnardagurinn 2016 var haldinn í dag, miðvikudaginn 12. október. Í tilefni af deginum heimsótti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, þrjá skóla; Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, Kvennaskólann í Reykjavík og Garðaskóla í Garðabæ. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, fór með forsetanum í skólana ásamt föruneyti frá ÍSÍ.​
Nánar ...
11.10.2016

Frá unglingi til afreksmanns - Hraust sál í heilbrigðum líkama

Frá unglingi til afreksmanns - Hraust sál í heilbrigðum líkamaÍþróttavísindaráðstefnan Frá unglingi til afreksmanns - Hraust sál í heilbrigðum líkama, fer fram dagana 13. - 15. október í Laugardalshöll. Þar munu margir af fremstu sérfræðingum Íslands í íþróttavísindum fjalla um uppbyggingu ungs íþróttafólks. Heilbrigðisráð ÍSÍ stendur fyrir ráðstefnunni.
Nánar ...
11.10.2016

Verðlaun afhent frá Lúxemborg 2013

Verðlaun afhent frá Lúxemborg 2013Á dögunum fór fram uppskeruhátíð FRÍ á Hótel Cabin í Reykjavík. Þar var verið að fagna árangri sem náðist á undangengnu keppnistímabili og horft fram á veginn. Við það tækifæri fór fram verðlaunaafhending vegna Smáþjóðaleikanna í Lúxemborg 2013. Á leikunum féll kýpverskur íþróttamaður á lyfjaprófi. Það varð til þess að íslenska sveitin í 4x100 metra boðhlaupi karla færðist upp um sæti úr öðru sæti í það fyrsta og Kolbeinn Höður Gunnarsson í 100 metra hlaupi úr þriðja sæti í annað sæti. Garðar Svansson sem sæti á í stjórn Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ afhenti verðlaunin. Boðhlaupssveitina skipuðu þeir Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ívar Kristinn Jasonarson, Þorsteinn Ingvarsson og Kristinn Torfason.
Nánar ...
10.10.2016

Ríflega 60 nemendur í þjálfaramenntun

Ríflega 60 nemendur í þjálfaramenntunHaustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun er komið í fullan gang. Ríflega 60 nemendur eru í fjarnámi 1. og 2. stigs að þessu sinni og koma þeir frá hinum ýmsu íþróttagreinum, s.s. körfuknattleik, handknattleik, fimleikum, frjálsíþróttum, sundi, badminton, taekwondo, íshokkí, snjóbrettaíþróttum, dansi og kraftlyftingum. Haustfjarnáminu lýkur í nóvember en námið verður aftur í boði á vorönn og mun væntanlega hefjast í lok janúar.
Nánar ...
10.10.2016

Blaðamannafundur Forvarnardagsins

Blaðamannafundur ForvarnardagsinsÍ dag, þann 10. október var haldinn blaðamannafundur í Langholtsskóla í Reykjavík í tilefni af Forvarnardeginum sem haldinn verður næstkomandi miðvikudag. Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var viðstaddur blaðamannafundinn og ávarpaði gesti. Á fundinum fór fram kynning á Forvarnardeginum 2016, en meðal þátttakenda auk forsetans, voru nemendur og stjórnendur skólans, fulltrúar ÍSÍ þau Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, fulltúar UMFÍ og Skátanna.​
Nánar ...
07.10.2016

Þrír skólar dregnir út í Norræna skólahlaupinu 2016

Þrír skólar dregnir út í Norræna skólahlaupinu 2016Norræna skólahlaupið er haldið í 33. sinn í ár en með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur gátu nú eins og áður valið um þrjár vegalengdir þ.e. 2,5 km, 5 km og 10 km. Hver þátttakandi og hver skóli fékk viðurkenningu þar sem tilgreindur var árangur í hlaupinu. Mjólkursamsalan hefur styrkt útgáfu viðurkenningarskjala frá upphafi og samstarfsaðili eins og áður er Íþrótta- og heilsufræðingafélag Íslands.
Nánar ...