Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

30.10.2015

ANOC World Beach Games í San Diego 2017

ANOC World Beach Games í San Diego 2017Fyrstu ANOC World Beach Games verða haldnir í San Diego í Bandaríkjunum árið 2017. Heimssamband Ólympíunefnda (ANOC) stendur fyrir leikunum. Forseti ANOC, Sheikh Ahmad Al-Fahad Al-Sabah, hefur barist fyrir tilveru leikanna frá því hann var kosinn.
Nánar ...
27.10.2015

Paralympic - dagurinn

Paralympic - dagurinnParalympic - dagurinn er stórskemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Viðburðurinn verður haldinn laugardaginn 31. október nk. frá kl. 14:00-16:00 í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Nánar ...
26.10.2015

Opið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga

Búið er að opna umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga. Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2015 rennur út á miðnætti mánudaginn 11. janúar 2016. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki í sjóðinn.
Nánar ...
26.10.2015

Héraðssambandið Hrafna-Flóki heimsótt

Héraðssambandið Hrafna-Flóki heimsóttForseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri funduðu með formanni og fulltrúum úr stjórn Héraðssambandsins Hrafna-Flóka og aðildarfélögum þess fimmtudaginn 22. október síðastliðinn á Fosshótelinu á Patreksfirði. Áður en fundurinn hófst voru helstu íþróttamannvirkin á Patreksfirði skoðuð og m.a. kíkt á æfingu barna í knattspyrnu í íþróttahúsinu.
Nánar ...
23.10.2015

Heimsókn ÍSÍ til HSB

Heimsókn ÍSÍ til HSBForseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri​ heimsóttu Héraðssamband Bolungarvíkur 22. október síðastliðinn. Þau heimsóttu íþróttahúsið og sundlaugina í Bolungarvík og einnig skoðuðu þau félagsaðstöðuna og knattspyrnuvöllinn.
Nánar ...
23.10.2015

ÍSÍ í heimsókn hjá HSV

ÍSÍ í heimsókn hjá HSVLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ heimsóttu Héraðssamband Vestfjarða​ (HSV) í gær. Í ferðinni voru íþróttamannvirkin í bænum skoðuð undir góðri leiðsögn Guðnýjar Stefaníu Stefánsdóttur formanns HSV, Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur framkvæmdastjóra HSV, Gísla Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra, Margrétar Halldórsdóttur ritara íþrótta- og tómstundanefndar, Birnu Jónasdóttur úr stjórn HSV ásamt fulltrúum viðkomandi mannvirkja og íþróttafélaga.
Nánar ...
22.10.2015

Hnefaleikafélag Reykjavíkur fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Hnefaleikafélag Reykjavíkur fyrirmyndarfélag ÍSÍHnefaleikafélag Reykjavíkur fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ mánudaginn 19. október sl. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti formanni félagsins, Áslaugu Rós Guðmundsdóttur, viðurkenninguna eftir stóra sameiginlega æfingu félagsins í aðstöðu þess að Seljavegi 2.
Nánar ...
19.10.2015

Nýr samningur við Flugfélag Íslands

Nýr samningur við Flugfélag ÍslandsÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Flugfélag Íslands hafa undirritað nýjan samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna. Hækkun á fargjöldum fullorðinna frá fyrri samningi er 2 % en þar sem lækkun varð á eldsneytisgjaldinu þá er samtals lítil sem engin hækkun í krónutölum frá fyrri samningi á þessum fargjöldum.
Nánar ...
19.10.2015

Haukur Valtýsson kjörinn formaður UMFÍ

Haukur Valtýsson kjörinn formaður UMFÍHaukur Valtýsson frá Akureyri var kjörinn formaður Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem fram fór í Vík í Mýrdal um helgina. Tveir einstaklingar gáfu kost á sér til formennsku en auk Hauks bauð Kristinn Óskar Grétuson sig fram.
Nánar ...
19.10.2015

Vika 43 - Líkar þér við þig?

Árleg forvarnavika er haldin í viku 43, sem núna er dagana 18. - 25. október, þar sem vakin er athygli landsmanna á mikilvægi forvarna gagnvart börnum og unglingum og með hvaða hætti hver og einn geti lagt sitt af mörkum.
Nánar ...
19.10.2015

Helga Guðrún sæmd Gullmerki ÍSÍ

Helga Guðrún sæmd Gullmerki ÍSÍ49. sambandsþing Ungmennafélags Íslands var haldið í Vík í Mýrdal um helgina. Við setningu þingsins var Helga Guðrún Guðjónsdóttir fráfarandi formaður UMFÍ sæmd Gullmerki ÍSÍ fyrir starf sitt í þágu íþróttahreyfingarinnar.
Nánar ...