Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

30.04.2013

Vorfjarnámi í þjálfaramenntun ÍSÍ lokið

Vorfjarnámi 1. og 2. stigs ÍSÍ í alm, hluta þjálfaramenntunar er nú lokið. Alls luku 33 nemendur námi að þessu sinni. Nemendur eru búsettir víða um land og koma frá mörgum fjölbreyttum íþróttagreinum. Þeir hafa nú rétt til að sækja sérgreinahluta þjálfaramenntunarinnar hjá viðkomandi sérsamböndum ÍSÍ. Nemendur munu fá þjálfaraskírteini sent á heimilisfang á næstu dögum. Þjálfaraskírteinið er samræmt og fer sérgreinahluti námsins einnig inn á sama skírteini sem og næstu stig sem þjálfararnir taka.
Nánar ...
29.04.2013

Helgi Þór endurkjörinn formaður TSÍ

Helgi Þór endurkjörinn formaður TSÍ25. Ársþing Tennissambands Íslands var haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal 23. apríl síðastliðinn. Formaður TSÍ, Helgi Þór Jónasson bauð þingfulltrúa velkomna og setti þingið, en alls sóttu það fulltrúar frá þremur sambandsaðililum, ÍBR, IBH og UMSK. Tennis er stundaður hjá átta íþróttafélögum á landinu, þar af einu á Akureyri.
Nánar ...
23.04.2013

Þingfulltrúar fengu Íþróttabókina að gjöf

Þingfulltrúar fengu Íþróttabókina að gjöfÁ 71. Íþróttaþingi ÍSÍ um síðastliðna helgi færði ÍSÍ öllum þingfulltrúum að gjöf afmælisbók ÍSÍ en hún ber nafnið „Íþróttabókin - ÍSÍ, saga og samfélag í 100 ár”. Í bókinni er að finna gríðarlegan fróðleik um íþróttahreyfinguna og samfélagið síðustu hundrað árin auk fjölda mynda úr íþróttastarfinu. Það var í nógu að snúast hjá starfsfólki ÍSÍ við að afhenda þinggögn og bókina góðu þegar þingfulltrúar mættu til þings.
Nánar ...
23.04.2013

Ársþing ÍA

Ársþing ÍA69. Ársþing Íþróttabandalags Akraness fór fram þann 18. apríl síðastliðinn. Þingið var nokkuð vel sótt og alls mættu 25 fulltrúar frá 10 aðildarfélögum ÍA. Í ræðu sinni fór Sturlaugur Sturlaugsson formaður ÍA yfir það helsta í starfi íþróttahreyfingarinnar á Akranesi á liðnu ári. Lögð var fram ársskýrsla ÍA fyrir árið 2012 og farið var yfir ársreikninga bandalagsins.
Nánar ...
23.04.2013

Sigurður og Heiðar Ingi sæmdir Gullmerki ÍSÍ

Sigurður og Heiðar Ingi sæmdir Gullmerki ÍSÍ34. Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið í Skrímslasetrinu á Bíldudal 15.apríl síðastliðinn. Góð mæting var á þingið , ýmis mál voru tekin fyrir og lög sambandsins uppfærð. Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem starf komandi árs var rætt. Mikil upplyfting hefur verið innan héraðssambandsins seinustu ár og er framtíðin björt.
Nánar ...
23.04.2013

Matthildur endurkjörin formaður USÚ

Matthildur endurkjörin formaður USÚÁrsþing Ungmennasambandsins Úlfljóts var haldið í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði 15. apríl síðastliðinn. Vel var mætt og gekk þingið vel fyrir sig. Matthildur Ásmundsdóttir var endurkjörinn formaður sambandsins en ein breyting varð á stjórninni. Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir ritari sambandsins lét af embætti og Páll Róbert Matthíasson var kjörinn í hennar stað.
Nánar ...
22.04.2013

Stjórnmálavefur ÍSÍ og myndbönd frá fundi með frambjóðendum

Stjórnmálavefur ÍSÍ og myndbönd frá fundi með frambjóðendumNú styttist í kosningar til Alþingis og hefur ÍSÍ á undanförnum vikum unnið að því að fá fram með skýrum hætti hver stefna stjórnmálaflokka er til íþróttamála. Föstudaginn 19. apríl var fundur með frambjóðendum þeirra sex stjórnmálaafla sem mælst hafa með 5% fylgi eða meira í skoðanakönnunum að undanförnu og var sá fundur bæði gagnlegur og áhugaverður.
Nánar ...
22.04.2013

Fræðslufundur um kynferðislegt ofbeldi

Miðvikudaginn 24. apríl mun Dr. Celia Brackenridge prófessor í íþróttum við Brunel háskóla vera með fræðslufund um kynferðislega áreitni/ofbeldi innan íþrótta og fer fundurinn fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar og hefst hann kl. 13.
Nánar ...
22.04.2013

Þrír einstaklingar bættust í Heiðurshöll ÍSÍ

Á síðari degi 71. Íþróttaþings ÍSÍ voru þrír nýjir einstaklingar teknir í Heiðurshöll ÍSÍ. Það voru þeir Sigurjón Pétursson, Jóhannes Jósefsson og Albert Guðmundsson. Allir þessir einstaklingar eru látnir en afkomendur þeirra tóku við viðurkenningum fyrir hönd fjölskyldna þeirra og var þar á meðal Pétur Sigurjónsson sem þakkaði þinginu þann virðingarvott sem föður hans væri sýndur.
Nánar ...
20.04.2013

Ávarp forseta ÍSÍ við setningu 71. Íþróttaþings ÍSÍ

Við höldum nú Íþróttaþing í kjölfar viðburðarríks 100 ára afmælisárs. ÍSÍ hefur átt góða samfylgd með íslenskri þjóð þessa aldarvegferð, hefur axlað samfélagslega ábyrgð og vaxið í að verða stærsta fjöldahreyfing landsins með tugþúsundir sjálfboðaliða sem á hverjum degi vinna samtökunum og þjóð sinni mikið gagn.
Nánar ...
19.04.2013

71. Íþróttaþing var sett í Reykjavík í dag.

71. Íþróttaþing ÍSÍ var sett á Icelandair Hótel Natura í dag. Á setningarathöfn þingsins voru 4 einstaklingar kjörnir heiðursfélagar í Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands en það voru þau Björg S. Blöndal, Logi Kristjánsson, Ríkharður Jónsson og Stefán Runólfsson.
Nánar ...