Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

17.09.2018

Áhrif heimavallarins mest í jöfnum leikjum

Áhrif heimavallarins mest í jöfnum leikjumHandbolti er á topp fimm yfir fjölmennustu íþróttagreinar Íslands. Handbolti er spilaður af um 19 milljón manns í dag og hefur verið Ólympíugrein í karlaflokki síðan 1972 og kvennaflokki frá árinu 1976. Þrátt fyrir vinsældir greinarinnar hefur ekki mikið verið gefið út af ritrýndum fræðigreinum um hana. Nýjasta tölublað af fræðitímaritinu Journal of Human Kinetics er hins vegar helgað rannsóknum á handbolta og er áhugavert að skoða niðurstöður rannsóknanna og viðfangsefni greinanna í tímaritinu. Dr. Jose M. Saavedra, prófessor við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður PAPESH rannsóknasetursins sér um útgáfuna sem gestaritstjóri, enda hefur hann rannsakað ýmsa þætti íþróttarinnar og þjálfunar handknattleikfólks í fjölda ára. Þetta er í fyrsta sinn sem virt, ritrýnt vísindarit tileinkar handbolta sérstakt tölublað. Fjöldi greina er tileinkaður þjálfun í handbolta og þar sem íþróttin er ein sú vinsælasta hér á landi má gera ráð fyrir að margir hafi áhuga á því sem þar er fjallað um.
Nánar ...
14.09.2018

Þjálfarastyrkir auglýstir til umsóknar

Þjálfarastyrkir auglýstir til umsóknarStjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 5. október og er upphæð hvers styrkjar að hámarki 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á vefsíðu ÍSÍ.
Nánar ...
14.09.2018

Styrkur til félaga

Styrkur til félagaÍþrótta- og ungmennafélögum stendur til boða að sækja um styrk að upphæð 180.000 krónur til að standa fyrir verkefni sem hvetur börn af erlendum uppruna til þátttöku í íþróttastarfi. Fimm styrkir verða í boði. Til þess að hljóta styrk þurfa félög að skila áætlun um hvernig nýta á fjármagnið. Tímarammi verkefnisins er frá september 2018 og til áramóta. Eftir að verkefnunum lýkur munu ÍSÍ og UMFÍ safna saman gögnum frá þeim félögum sem hljóta styrk og deila reynslunni áfram til annarra félaga í landinu. Saman getur íþróttahreyfingin hjálpast að, miðlað reynslu og þekkingu og gert gott starf enn betra.
Nánar ...
14.09.2018

Paralympic dagurinn 29. september

Paralympic dagurinn 29. septemberLaugardaginn 29. september næstkomandi heldur Íþróttasamband fatlaðra Paralympic-daginn fjórða árið í röð. Dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi og fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16. Það verður enginn annar en fjörkálfurinn Jón Jónsson sem mun stýra deginum og ljóst að það verður líflegt í frjálsíþróttahöllinni þennan daginn!
Nánar ...
13.09.2018

Göngum í skólann - Saga frá skóla

Göngum í skólann - Saga frá skólaGöngum í skólann 2018 fer vel af stað en alls 71 skólar eru skráðir til þátttöku í verkefninu í ár. Víkurskóli og Brekkuskóli hafa sent inn myndir á vefsíðu verkefnisins www.gongumiskolann.is, en þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda myndir, frásagnir og/eða myndbönd af verkefninu.
Nánar ...
12.09.2018

Íþróttavika Evrópu - Setning 23. september

Íþróttavika Evrópu - Setning 23. septemberÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun hefja Íþróttaviku Evrópu formlega í Laugardalnum sunnudaginn 23. september nk. með ýmsum uppákomum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánar ...
12.09.2018

Þjálfaramenntun - Haustfjarnám

Þjálfaramenntun - HaustfjarnámHaustfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 24. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda, almennan hluta hjá ÍSÍ og sérgreinahluta hjá sérsamböndum ÍSÍ.
Nánar ...
12.09.2018

Fellaskóli í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Fellaskóli í Ólympíuhlaupi ÍSÍNemendur og starfsfólk Fellaskóla í Fellabæ hlupu samtals 307,5 km í Ólympíuhlaupi ÍSÍ síðastliðinn föstudag. Þátttaka íslenskra grunnskólanemenda hefur verið mjög góð og almenn í gegnum árin en hefur náð nýjum hæðum á undanförnum árum. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er eins og áður leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Nánar ...
11.09.2018

Taekwondodeild Keflavíkur til fyrirmyndar

Taekwondodeild Keflavíkur til fyrirmyndarTaekwondodeild Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ laugardaginn 8. september síðastliðinn. Þennan dag var tekin í notkun ný og glæsileg aðstaða deildarinnar að Smiðjuvöllum 5 Reykjanesbæ. Það var Þráinn Hafsteinsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og jafnframt formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti formanni deildarinnar Jóni Oddi Guðmundssyni viðurkenninguna að viðstöddu fjölmenni. Þess má geta að Keflavík íþrótta- og ungmennafélag er fyrirmyndarfélag í heild sinni þar sem allar deildir félagsins hafa þessa viðurkenningu frá ÍSÍ.
Nánar ...
10.09.2018

Ungir áhrifavaldar

Ungir áhrifavaldarÓlympíuleikar ungmenna í Buenos Aires eru framundan. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir verður í hlutverki ungs áhrifavalds á leikunum. Á dögunum hittust þeir sem verið hafa í því hlutverki á Ólympíuleikum ungmenna til að ræða það sem framundan er hjá Ingibjörgu.
Nánar ...
06.09.2018

Ólympíuhlaup ÍSÍ sett í Hraunvallaskóla

Ólympíuhlaup ÍSÍ sett í HraunvallaskólaÓlympíuhlaup ÍSÍ 2018 var sett í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði í morgun í fínu veðri. Um 800 nemendur skólans tóku þátt í setningu hlaupsins og gátu valið um að hlaupa 2,5 km, 5 km eða 10 km. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 var á staðnum að hvetja nemendur áfram og vakti mikla lukku. Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, afhenti Lars Jóhanni Imsland, skólastjóra Hraunvallaskóla, nokkrar gerðir af boltum að gjöf frá ÍSÍ. Fulltrúar Mjólkursamsölunnar voru á svæðinu og gáfu krökkunum ískalda mjólk í lok hlaupsins.
Nánar ...
05.09.2018

Vertu með! Sport For All!

Vertu með! Sport For All!Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) vekja athygli á nýútkomnum bæklingi sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna. Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Sem dæmi má nefna; upplýsingar um æfingagjöld íþróttafélaga, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra og kosti þess að hreyfa sig í skipulögðu starfi. Bæklingurinn er gefinn út á sex tungumálum þ.e. á íslensku, ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku. Efnið er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ. Hér má nálgast bæklingana.
Nánar ...