Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

22.05.2018

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍFyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ.
Nánar ...
22.05.2018

Hjólað í vinnuna lýkur í dag

Hjólað í vinnuna lýkur í dagSíðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna er í dag, þriðjudaginn 22. maí. Hægt er að skrá ferðir fyrir daginn í dag fram til miðnættis. Lokað verður fyrir allar skráningar kl. 13.00 á morgun, miðvikudaginn 23. maí.
Nánar ...
18.05.2018

Fimleikasamband Íslands 50 ára

 Fimleikasamband Íslands 50 áraFimleikasamband Íslands (FSÍ) fagnaði 50 ára afmæli í gær þann 17. maí 2018. Á sama degi árið 1968 stofnuðu fulltrúar frá níu héraðssamböndum Fimleikasamband Íslands. Í tilefni afmælisins efndi sambandið til veislu og bauð fimleikafólki og öðrum áhugasömum að mæta í Laugardalshöll, en til stóð að slá heimsmet í handstöðu. Fyrra metið var 399 manns og var stefnan sett á 500 manns. Í gær mættu hins vegar 607 einstaklingar í höllina, sem tóku handstöðu á sama tíma og slógu heimsmetið. Nú bíður Fimleikasamband Íslands þess að Heimsmetabók Guinness staðfesti metið. Fimleikafélög úti á landi tóku þátt í hátíðinni með því að halda sín eigin handstöðupartý, með köku í boði FSÍ og fimleikagleði.
Nánar ...
17.05.2018

Hjólað í vinnuna 2018

Hjólað í vinnuna 2018Síðasti keppnisdagur verkefnisins er þriðjudagurinn 22. maí. Lokað verður fyrir skráningu kl: 13:00 miðvikudaginn 23. maí.
Nánar ...
17.05.2018

Ungir ljósmyndarar fá tækifæri í BuenosAires 2018

Ungir ljósmyndarar fá tækifæri í BuenosAires 2018Alþjóðaólympíunefndin (IOC) leitar nú að ungum framúrskarandi ljósmyndurum á aldrinum 18-24 ára sem hafa áhuga á að taka þátt í skemmtilegu og fræðandi ljósmyndaverkefni á Ólympíuleikum ungmenna (Youth Olympic Games - YOG) í Buenos Aires í september 2018. IOC mun velja sex ljósmyndara, þrjár konur og þrjá karla, til þess að taka þátt í verkefninu. Leiðbeinendur í verkefninu eru margverðlaunaðir ljósmyndarar í íþróttaheiminum, ​Bob Martin, Simon Bruty, Thomas Lovelock, Joel Markland og Nick Didlick.
Nánar ...
16.05.2018

Vefsíðan Sýnum karakter

Vefsíðan Sýnum karakterÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Ísland standa saman að vefsíðunni Sýnum karakter. Vefsíðan er aðallega ætluð þjálfurum og íþróttafélögum. Reglulega skrifa gestir pistla á síðuna og deila þannig sinni reynslu úr íþróttaheiminum.
Nánar ...
15.05.2018

Nýtt íþrótta- og fimleikahús í Kópavogi

Nýtt íþrótta- og fimleikahús í KópavogiÍþróttahús við Vatnsendaskóla í Kópavogi var vígt við hátíðlega athöfn á föstudaginn síðastliðinn, á afmæli Kópavogsbæjar. Nýja húsið er sérhannað fyrir þjálfun í hópfimleikum og mun Íþróttafélagið Gerpla nýta húsið ásamt Vatnsendaskóla sem verður með íþróttakennslu í húsinu.
Nánar ...
14.05.2018

Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnunaHjólað í vinnuna er nú í fullum gangi, en keppninni lýkur þann 22. maí. ​Vert er að benda á að hjólaðar vegalengdir til og frá vinnu er ekki eingöngu það sem má skrá í keppninni heldur telst allur virkur ferðamáti með, eins og ganga, hlaup, hjólabretti, línuskautar og strætó.
Nánar ...
14.05.2018

Ársþing HSV - Guðný sæmd Gullmerki ÍSÍ

Ársþing HSV - Guðný sæmd Gullmerki ÍSÍÁrsþing HSV 2018 var haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði 9. maí sl. Guðný Stefanía Stefánsdóttir sem verið hefur formaður HSV síðustu fjögur ár gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Eitt framboð barst til formanns og var Ásgerður Þorleifsdóttir kjörinn nýr formaður HSV með lófaklappi. Úr stjórn gekk einnig Páll Janus Þórðarson og í hans stað var kjörinn Baldur Ingi Jónasson.
Nánar ...
11.05.2018

Vel heppnað Grunnskólamót UMSK

Vel heppnað Grunnskólamót UMSKGrunnskólamót UMSK í blaki fór fram á gervigrasinu í Kórnum í Kópavogi þann 9. maí sl. Hátt í áttahundruð börn úr 4. - 7. bekk í 15 grunnskólum á UMSK svæðinu (Mosfellsbæ, Garðabæ og Kópavogi) mættu og skemmtu sér frábærlega í skemmtilegri íþrótt. Spilað var nokkurskonar krakkablak þar sem tveir eru á vellinum í einu úr hvoru liði og fór leikur fram á 64 blakvöllum. Verkefnið var samstarfsverkefni UMSK og Blaksambands Íslands og fékk verkefnið styrk frá Ólympíusamhjálpinni. Mótið gekk vel, krakkarnir skemmtu sér og sýndu flotta takta.
Nánar ...