Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

8

18.02.2019

32. Karateþing fór vel fram

32. Karateþing fór vel fram32. Karateþing var haldið sunnudaginn 17. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Um 25 fulltrúar karatefélaganna á landinu tóku þátt í þingstörfunum. Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, var gestur á þinginu.
Nánar ...
16.02.2019

100 dagar til Smáþjóðaleika

100 dagar til SmáþjóðaleikaNæstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní 2019. Í dag eru 100 dagar til leika. Svartfjallaland tók þátt í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum árið 2011 og er nú í fyrsta sinn gestgjafi leikanna. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, bowls, blak og strandblak. Allir þátttakendur á leikunum munu gista á sama hótelinu í strandbænum Budva sem liggur að Adríahafinu. Íslendingar hafa verið afar sigursælir á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina og alla jafna er stór hópur fólks sem tekur þátt í leikunum fyrir Íslands hönd.
Nánar ...
15.02.2019

Fimmti keppnisdagur í Sarajevo - Dagskrá

Fimmti keppnisdagur í Sarajevo - DagskráÍ dag fer fram keppni í blandaðri boðgöngu. Egill Bjarni Gíslason, Kolfinna Íris Rúnarsdóttir, Jakob Daníelsson og Fanney Rún Stefánsdóttir mæta til leiks fyrir Íslands hönd. Hér má sjá lista yfir skráða keppendur og tímasetningar.
Nánar ...
14.02.2019

Fjórði keppnisdagur í Sarajevo - Dagskrá

Fjórði keppnisdagur í Sarajevo - DagskráÍ dag er fjórði keppnisdagurinn á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Sarajevo og Austur-Sarajevo. Fjórir íslenskir strákar keppa á snjóbretti (big air); Baldur Vilhelmsson, Birkir Þór Arason, Bjarki Arnarsson og Kolbeinn Þór Finnsson. Andri Gunnar Axelsson og Aron Máni Sverrisson keppa í svigi. Marta María Jóhannsdóttir keppir á listskautum (frjálsar æfingar). Egill Bjarni Gíslason, Jakob Daníelsson, Kolfinna Íris Rúnarsdóttir og Fanney Rún Stefánsdóttir keppa öll í sprettgöngu.
Nánar ...
13.02.2019

Sarajevo 2019 - Þriðja keppnisdegi lokið

Sarajevo 2019 - Þriðja keppnisdegi lokiðNú er þriðja keppnisdegi lokið á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Guðfinna Eir Þorleifsdóttir keppti í svigi og var í 60. sæti á samanlögðum tíma 2:34,54 (1:15,07 og 1:19,47). Marta María Jóhannsdóttir keppti á listskautum og var í 24. sæti með 34,59 stig.
Nánar ...
13.02.2019

Knattspyrna á afreksstigi

Knattspyrna á afreksstigiÍSÍ vekur athygli á áhugaverðum fyrirlestri sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík (stofa V101) á morgun kl. 12:10-13:10. Þar mun Mario Tomljnovic fjalla um mikilvæg atriði í þjálfun afreksliða í knattspyrnu.
Nánar ...
13.02.2019

Lífshlaupið 2019 - Vertu með!

Lífshlaupið 2019 - Vertu með!Lífshlaupið 2019 fer vel af stað og enn er nægur tími til að skrá sig til leiks en hægt er að skrá sig alveg fram á síðasta dag. Frá og með 18. febrúar tekur svokölluð fimm daga regla gildi en þá verður einungis hægt að skrá hreyfingu fimm daga aftur í tímann, en ekki meira en það. Fram að því er hægt að skrá allt frá fyrsta degi (6. febrúar).
Nánar ...