Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
26

06.12.2023

Heiðursviðurkenningar á Degi sjálfboðaliðans

Heiðursviðurkenningar á Degi sjálfboðaliðansDagur sjálfboðaliðans var í gær, 5. desember, og við það tækifæri buðu ÍSÍ og UMFÍ sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar á málþing og í vöfflukaffi í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Haraldur Ingólfsson Íþróttaeldhugi ársins 2022 og þau Þóra Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Þór Óskarsson, sem einnig voru útnefnd til titilsins á síðasta ári, héldu öll frábær erindi um sjálfboðaliðastörf í hreyfingunni og um þá þætti sem halda eldinum logandi hjá sjálfboðaliðum.
Nánar ...
05.12.2023

Dagur sjálfboðaliðans - Er það Alveg sjálfsagt?

Dagur sjálfboðaliðans - Er það Alveg sjálfsagt?Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans um allan heim! Þessi dagur hefur verið haldinn frá árinu 1985 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að helga 5. desember öllum sjálfboðaliðum! Árið 2022 var sett í gang kynningarátakið Alveg sjálfsagt, sem var þá vitundarvakning um mikilvægi sjálfboðaliðans en því miður hefur þróunin síðustu ár verið á þá leið að starf sjálfboðaliða hefur, oft á tíðum, þótt sjálfsagt!
Nánar ...
04.12.2023

Verðlaunaafhending Forvarnardagsins fór fram á Bessastöðum

Verðlaunaafhending Forvarnardagsins fór fram á BessastöðumForvarnardagurinn fór fram 4. október síðast liðinn en þá gafst nemendum í 9. bekk í grunnskólum landsins og á fyrsta ári í framhaldsskóla tækifæri til að taka þátt í verðlaunaleik. Leikurinn fól í sér að skila inn myndbandi/veggspjaldi eða öðru efni tengt Forvarnardeginum þar sem þemað var verndandi þættir í forvörnum.
Nánar ...
01.12.2023

Dagur sjálfboðaliðans

Dagur sjálfboðaliðans Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn með okkur.
Nánar ...
27.11.2023

Fjölmennur formannafundur haldinn í Úlfarsárdal

Fjölmennur formannafundur haldinn í ÚlfarsárdalÁrlegur Formannafundur ÍSÍ var haldinn síðastliðinn föstudag, 24. nóvember, í nýjum húsakynnum íþróttafélagsins Fram í Úlfarsárdal. Mæting var nokkuð góð en um 100 formenn og framkvæmdastjórar sambandsaðila ÍSÍ mættu ásamt stjórn og starfsfólki ÍSÍ.
Nánar ...
24.11.2023

Formannafundur ÍSÍ 2023 haldinn í dag

Formannafundur ÍSÍ 2023 haldinn í dagÁrlegur Formannafundur ÍSÍ verður haldinn í dag, föstudaginn 24. nóvember, í nýju íþróttahúsi Fram í Úlfarsárdal. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna og framkvæmdastjóra sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga.
Nánar ...
22.11.2023

13 hringir syntir í Syndum

13 hringir syntir í SyndumLandsátakið Syndum gengur ljómandi vel þegar liðnar eru 3 vikur af átakinu og ennþá vika eftir. Það er virkilega gaman að sjá hversu vel landsmenn hafa tekið í átakið og hafa verið duglegir við að synda. Þegar þetta er skrifað hafa 501 þátttakandi skráð sig til leiks og búið að synda 17.248 km eða 13 hringi í kringum landið!
Nánar ...
21.11.2023

Ráðstefnan Vinnum gullið vel heppnuð

Ráðstefnan Vinnum gullið vel heppnuðÞað var fjölmenni þegar ráðstefnan Vinnum gullið, ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi fór fram í Silfurbergi í Hörpu í gær, þann 20. nóvember. Rúmlega 400 manns mættu og tóku virkan þátt auk þess sem um 250 manns fylgdust með í gegnum streymi. Dagskráin var þétt frá kl.09.00 til 16.00 og var henni stýrt faglega af Kristjönu Arnarsdóttur, íþróttafréttakonu.
Nánar ...
10.11.2023

Undirbúningur fyrir ÓL í París 2024

Undirbúningur fyrir ÓL í París 2024Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri, Brynja Guðjónsdóttir sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir sviðsstjóri Stjórnsýslusviðs ÍSÍ fóru nýlega til Parísar og funduðu með skipuleggjendum Ólympíuleikanna í París 2024 um helstu þætti í undirbúningi fyrir leikana.
Nánar ...