Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
7

Íþróttaeldhugi ársins 2023

10.11.2023

 

Íslendingar eru  hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.
 
Íþróttaeldhugi ársins verður tilnefndur í annað sinn samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2023. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir þessari tilnefningu.
Almenningi gefst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða til 5. desember á heimasíðu ÍSÍ, smelltu hér.

Leitað er eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa í gegnum árin nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarf, t.d. með því að vinna  að framkvæmd móta/leikja, safna fjármunum, bæta aðstöðu eða auka þátttöku hvar á landinu sem er. Opnað hefur verið fyrir ábendingar en rétt er að geta þess að launað starfsfólk íþróttahreyfingarinnar kemur ekki til greina.

„Íþróttastarfið á Íslandi stendur í mikilli þakkarskuld við þá einstaklinga sem gefið hafa af tíma sínum til að sinna sjálfboðaliðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Með þessari viðurkenningu viljum við lyfta upp starfi sjálfboðaliðans og þakka fyrir hið óeigingjarna starf sem unnið er af fjölda fólks um land allt. Við hvetjum einstaklinga til að senda inn tilnefningar” segir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ.

Sérstök valnefnd hefur verið skipuð en í henni sitja: Þórey Edda Elísdóttir formaður, Snorri Einarsson, Dagur Sigurðsson, Kristín Rós Hákonardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Valnefndin mun fara yfir innsendar tilnefningar, velja þrjá aðila og taka lokaákvörðun um hver hlýtur titilinn Íþróttaeldhugi ársins 2023. Íþróttaeldhugi ársins 2023 fær afhentan glæsilegan verðlaunagrip frá Lottó.