Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

09.10.2020

Thomas Bach sendir íþróttafólki skilaboð

Thomas Bach sendir íþróttafólki skilaboðThomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), sendir íþróttafólki um heim allan skilaboð í gær þar sem hann vitnar í herferð IOC #StrongerTogether og hvetur íþróttafólk til þess að vera sjálfsöruggt, bjartsýnt og standa saman.
Nánar ...
09.10.2020

Tilmæli sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra varðandi íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu

Tilmæli sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra varðandi íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinuFramkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að beina því til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Framkvæmdastjórn ÍSÍ beinir því einnig til íþróttahreyfingarinnar í heild að taka tillit til þeirra aðstæðna sem skapast hafa á höfuðborgarsvæðinu og þeirra aðgerða sem sérsambönd ÍSÍ hafa þurft að grípa til í kjölfarið.
Nánar ...
09.10.2020

20 ár liðin frá bronsverðlaunum Völu

20 ár liðin frá bronsverðlaunum VöluÞann 25. september sl. voru liðin 20 ár frá því að Vala Flosadóttir vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sidney. Vala varð þarna þriðji Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Jafnframt hefur enginn Íslendingur unnið til verðlauna í einstaklingsgrein frá því að Vala gerði það árið 2000.
Nánar ...
09.10.2020

Nýr formaður HNÍ

Nýr formaður HNÍÁrsþing Hnefaleikasambands Íslands (HNÍ) fór fram 3. október 2020 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Breytingar lágu fyrir fund í lögum HNÍ er snéru að fjölda manns í stjórn og voru þær samþykktar. Einnig var samþykkt uppfærð Afreksstefna HNÍ til næstu tveggja ára. Engar breytingar voru gerðar á gjaldskrá HNÍ. Ársreikningur og fjárhagsáætlun voru samþykkt.
Nánar ...
08.10.2020

Fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins

Fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisinsAlmannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem eftirfarandi kemur fram: Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa lagt áherslu á að stöðva íþróttir og líkamsrækt á höfuðborgarsvæðinu næstu 2 vikurnar til að koma í veg fyrir hópamyndun, nánd og blöndun aðila úr ólíkum áttum sem eykur líkur á dreifingu smits og hugsanlega auknu álagi á heilbrigðiskerfið.
Nánar ...
07.10.2020

Ísland á iði - Höldum áfram að hreyfa okkur

Ísland á iði - Höldum áfram að hreyfa okkur„Ísland á iði í 28 daga - 30 mínútur á dag“ er facebooksíða þar sem ÍSÍ setur inn fjölbreytta hreyfingu, fróðleik, myndir, myndbönd og almenna skemmtun sem mun nýtast öllum þeim sem áhuga hafa næstu vikurnar.
Nánar ...
07.10.2020

Heiðranir á þingi FRÍ

Heiðranir á þingi FRÍÍSÍ heiðraði fjóra einstaklinga fyrir góð störf í þágu frjálsíþróttahreyfingarinnar á ársþingi Frjálsíþróttasambands Íslands sem haldið var í Hafnarfirði dagana 2. - 3. október sl.
Nánar ...
07.10.2020

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinnÍ dag er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn og einnig síðasti dagur Göngum í skólann á Íslandi árið 2020. Alls skráðu 75 skólar sig til leiks sem er metþátttaka en aðeins árið 2018 hafa eins margir skólar tekið þátt. ÍSÍ þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt í ár og sérstakar þakkir fá þeir skólar sem sendu aukalega inn myndir og frásagnir af starfinu.
Nánar ...
07.10.2020

Forvarnardagurinn 2020

Forvarnardagurinn 2020„Mikilvægast er að finna það sem vekur áhuga hvers og eins. Hvetjum börn og ungmenni til virkrar þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þau ungmenni eru líklegri til að ná árangri, hvort sem um ræðir íþróttir, tónlist, starf með skátum, félagsmiðstöðum eða í ungmennahúsum,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Nánar ...
06.10.2020

Virkni og vellíðan í Kópavogi

Virkni og vellíðan í KópavogiVirkni og vellíðan er nýtt heilsueflandi verkefni fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi. Verkefnið er samstarfsverkefni Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK), Kópavogsbæjar og þriggja stóru íþróttafélaganna í bænum, Breiðabliks, Handknattleiksfélags Kópavogs (HK) og Gerplu.
Nánar ...