Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
29

17.03.2020

Valdís í 7. sæti í Suður-Afríku

Valdís í 7. sæti í Suður-AfríkuValdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, stefnir á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó í júlí nk. Valdís keppir út um allan heim um þessar mundir og nú síðast í Suður-Afríku sl. helgi þar sem hún náði sínum besta árangri á árinu. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og var Valdís í baráttu um sigurinn en endaði í 7.-13. sæti mótsins á tveimur höggum undir pari. Alice Hewson frá Englandi sigraði mótið á fimm höggum undir pari. Er þetta í fjórða skipti sem Valdís Þóra er á meðal tíu efstu kylfinga á Evrópumótaröðinni.
Nánar ...
16.03.2020

Guðlaug Edda nælir í dýrmæt Ólympíustig

Guðlaug Edda nælir í dýrmæt ÓlympíustigGuðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarmeistari, stefnir á að taka þátt í ólympískri þríþraut á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Í ólympískri þríþraut eru syntir 1500 metrar, 40 kílómetrar hjólaðir og 10 kílómetrar hlaupnir.
Nánar ...
16.03.2020

Ísland á iði í 28 daga - 30 mínútur á dag

Ísland á iði í 28 daga - 30 mínútur á dagÍsland á iði í 28 daga - 30 mínútur á dag er facebooksíða þar sem ÍSÍ mun setja inn fjölbreytta hreyfingu, fróðleik, myndir, myndbönd og almenna skemmtun sem mun nýtast öllum þeim sem áhuga hafa í þær 4 vikur sem samkomubannið er við líði.
Nánar ...
16.03.2020

Nú er tíminn til að skrá hreyfingu sína

Nú er tíminn til að skrá hreyfingu sínaÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur fólk til að huga vel að almennri hreyfingu í þeim aðstæðum sem skapast hafa vegna Covid-19. ÍSÍ bendir á verkefnið Lífshlaupið sem er í gangi allt árið, en það er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa og allra landsmanna.
Nánar ...
15.03.2020

Íþróttastarfið í samkomubanni

Íþróttastarfið í samkomubanniÍ samskiptum ÍSÍ við landlækni, sóttvarnalækni ​og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur komið fram að vegna mikill anna við að koma af stað starfi í leik- og grunnskólum landsins, í samræmi við þær reglur um nú gilda, hefur ekki náðst að ljúka undirbúningi fyrir þátttöku leik- og grunnskólabarna í íþróttastarfi. Því má gera ráð fyrir því að röskun verði á íþróttastarfi næstu daga þangað til íþróttafélög, skólasamfélagið og sveitarfélög hafa komið sér niður á lausnir til að halda úti starfi með þeim takmörkunum sem munu gilda næstu fjórar vikurnar.
Nánar ...
14.03.2020

Njótum þess að hjóla

Njótum þess að hjólaÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur fólk til að huga vel að almennri hreyfingu. Þeir sem hjóla reglulega eru hraustari, veikjast sjaldnar, hættir síður við þunglyndi og hafa þrek á við sér yngra fólk skv. niðurstöðum rannsókna.
Nánar ...
13.03.2020

Íþróttahreyfingin og COVID-19

Íþróttahreyfingin og COVID-19Framkvæmdastjórar ÍSÍ og UMFÍ funduðu Páli Magnússyni ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis og Óskari Þór Ármannssyni sérfræðingi í ráðuneytinu í gegnum fjarfundabúnað síðdegis í dag í kjölfar tveggja auglýsinga sem yfirvöld birtu í dag.
Nánar ...
13.03.2020

UMSB Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

UMSB Fyrirmyndarhérað ÍSÍUngmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á Sambandsþingi UMSB sem haldið var að Logalandi í Reykholtsdal fimmtudaginn 12. mars síðastliðinn. Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti Braga Þór Svavarssyni Sambandsstjóra viðurkenninguna. UMSB er sjöunda íþróttahéraðið sem hlýtur þessa viðurkenningu frá ÍSÍ.
Nánar ...
13.03.2020

Gullmerki ÍSÍ veitt á 98. þingi UMSB

Gullmerki ÍSÍ veitt á 98. þingi UMSB98. sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) var haldið miðvikudaginn 12. mars sl. í Logalandi í Reykholtsdal. Ungmennafélagið Reykdælir sáu um framkvæmd þingsins og tóku vel á móti þingfulltrúum með góðum veitingum. Dagskrá þingsins var hefðbundin og í samræmi við lög sambandsins. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri. Ávarpaði hann fundarmenn ásamt því að veita Gullmerki ÍSÍ tveimur aðilum úr íþróttahreyfingunni, fyrir frábært starf í þágu hreyfingarinnar. Það voru þeir Sigurður Guðmundsson og Jón G. Guðbjartsson.
Nánar ...
13.03.2020

ÍSÍ hvetur fólk til að hreyfa sig

ÍSÍ hvetur fólk til að hreyfa sigÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur fólk til að að huga vel að almennri hreyfingu í þeim aðstæðum sem skapast hafa vegna Covid-19. Rannsóknir staðfesta að hreyfing er einn af lykiláhrifaþáttum heilbrigðis á öllum æviskeiðum. Þeir sem hreyfa sig eru líklegri til að vera heilsuhraustari og líða betur andlega, líkamlega og félagslega. Hægt er að hreyfa sig úti í náttúrunni án náinnar snertingar við annað fólk. Dagleg hreyfing fullorðins fólks ætti að vera a.m.k. 30 mínútur á dag skv. ráðleggingum frá Embætti landlæknis og börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag. Fullorðnir eru mikilvæg fyrirmynd sem getur haft mikið að segja um hversu mikið börn og ungt fólk hreyfir sig.
Nánar ...