Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
1

28.07.2016

Bylting fyrir afreksíþróttir

Bylting fyrir afreksíþróttirMennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í dag tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða.
Nánar ...
27.07.2016

Íþróttablaðið

ÍþróttablaðiðÍþróttablaðið er tímarit Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem dreift var inn á öll heimili landsins sl. mánudag. Í blaðinu er einblínt á Ólympíuleikana 2016 sem fara fram í Ríó í Brasilíu þann 5. - 21. ágúst. Átta íslenskir íþróttamenn keppa á leikunum, en keppendur koma úr sundi, fimleikum, júdó og frjálsíþróttum. Í blaðinu má sjá viðtal við íslensku Ólympíufarana ásamt keppnisdagskrá þeirra. Rætt er við Andra Stefánsson aðalfararstjóra íslenska hópsins ásamt því að skyggnast inn í líf Rúnars Alexanderssonar fimleikamanns og hvar hann er staddur í dag, en nú eru 20 ár síðan hann keppti fyrst fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Atlanta.
Nánar ...
26.07.2016

Ljósmyndasamkeppni - Run for Art

Ljósmyndasamkeppni - Run for ArtLjósmyndasamkeppnin Run for Art er ætluð ungum evrópskum borgurum á aldrinum 18 til 35 ára. Viðburðurinn var fyrst settur á fót á síðasta ári á Ítalíu og heppnaðist með eindæmum vel. Samtökin Giulio Onesti Foundation skipuleggja viðburðinn með stuðningi ítölsku ólympíunefndarinnar og Alþjóðaólympíunefndarinnar.
Nánar ...
25.07.2016

Ríó 2016 - Yfirlýsing Alþjóðaólympíunefndarinnar

Ríó 2016 - Yfirlýsing AlþjóðaólympíunefndarinnarAþjóðaólympíunefndin gaf á dögunum út þá yfirlýsingu að rússneskt íþróttafólk þurfi ekki að sæta allsherjarbanni frá þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó. Ákvað nefndin að sérsambönd hverrar íþróttagreinar þurfi að skera úr um það hvort rússneskt íþróttafólk þess fái þátttökurétt, hafi það ekki fallið á lyfjaprófi.
Nánar ...
21.07.2016

Ríó 2016 - Fundur með fjölmiðlafólki

Ríó 2016 - Fundur með fjölmiðlafólkiÍ dag fór fram fundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal með hluta af því íslenska fjölmiðlafólki sem fara mun á Ólympíuleikana í Ríó. Á fundinum fór Andri Stefánsson yfir hagnýtar upplýsingar og fjölmiðlafólk fékk afhent skráningarskírteini vegna leikanna.
Nánar ...
19.07.2016

Ríó 2016 - Fundur með Ólympíuförum

Ríó 2016 - Fundur með ÓlympíuförumNú styttist í Ólympíuleikana í Ríó og margt að gerast á þessum síðustu dögum áður en haldið er utan. Í dag fór fram fundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal með þeim íslensku þátttakendum sem fara munu á Ólympíuleikana. Fjallað var um heilbrigðismál á leikunum ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum sem gott er að vita fyrir brottför.
Nánar ...
11.07.2016

Ríó 2016 - Íslenski hópurinn í Peak

Ríó 2016 - Íslenski hópurinn í Peak         Í dag fékk ÍSÍ í hús búnað fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en þátttakendur í ár munu klæðast fötum og skóm frá kínverska íþróttavörufyrirtækinu Peak. Um 10 þjóðir munu notast við vörur frá því fyrirtæki, þar á meðal eru keppendur frá Nýja-Sjálandi, Úkraínu, Slóveníu og Kýpur.
Nánar ...
05.07.2016

EM hetjunum fagnað

EM hetjunum fagnaðÍslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu var fagnað eins og þjóðhetjum við heimkomuna til landsins í gær, eftir frábæran árangur á EM 2016 í Frakklandi. Stórkostleg stemming var í miðbæ Reykjavíkur þegar landsliðinu og föruneyti var fagnað við Arnarhól.
Nánar ...
05.07.2016

Einn mánuður í næstu Ólympíuleika

Einn mánuður í næstu ÓlympíuleikaFöstudaginn 5. ágúst nk. verða Ólympíuleikarnir settir með formlegum hætti á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro. Þegar aðeins einn mánuður er til stefnu má segja að langt ferli sé að ná hámarki.
Nánar ...