Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

07.04.2020

Þáttur íþrótta í einstökum árangri forvarna á Íslandi

Þáttur íþrótta í einstökum árangri forvarna á ÍslandiÍ dag fór fram annar fyrirlestur í þriðjudagsfyrirlestrarröð Háskólans í Reykjavík (HR) og bar fyrirlesturinn yfirskriftina „Þáttur íþrótta í einstökum árangri forvarna á Íslandi“. Fyrirlesturinn var haldinn af Margréti Lilju Guðmundsdóttur kennara við íþróttafræðadeild HR og starfsmanns Rannsókna og greininga (R&g).
Nánar ...
07.04.2020

Dagur í lífi júdókappa

Dagur í lífi júdókappaSveinbjörn Jun Iura er margfaldur Íslandsmeistari í júdó, en hann keppir í -81kg flokki og hefur verið kjörinn Júdómaður ársins þrisvar sinnum. Sveinbjörn setti markið á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 fyrir nokkrum árum og hefur stefnt að því síðan að keppa fyrir Íslands hönd á leikunum.
Nánar ...
06.04.2020

Algengar spurningar og svör

Algengar spurningar og svörÁ vefsíðu ÍSÍ má nú sjá undirsíðu sem kallast „Algengar spurningar og svör“. Þar er leitast eftir því að lýsa lagaumhverfi í núverandi ástandi á fordæmalausum tímum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
Nánar ...
06.04.2020

Hvatning til íþróttafólks

Hvatning til íþróttafólks Tilkynnt hefur verið að Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra (Paralympics) sem fara átti fram á þessu ári í Tókýó sé frestað og verða íþróttaviðburðirnir haldnir ári síðar en áætlað var.
Nánar ...
06.04.2020

Alþjóðadagur íþrótta í þágu þróunar og friðar

Alþjóðadagur íþrótta í þágu þróunar og friðarAlþjóðadagur íþrótta fer fram í dag þann 6. apríl í sjöunda sinn. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) valdi daginn sem dag íþrótta. Á deginum er lögð áhersla á mikilvægi íþrótta til að stuðla að þróun og friði í heiminum.
Nánar ...
04.04.2020

Mikilvægi sveitarfélaga á erfiðum tímum

Mikilvægi sveitarfélaga á erfiðum tímumForseti ÍSÍ hefur sent öllum sveitarfélögum á landinu bréf þar sem hann þakkar fyrir stuðning þeirra við íþróttahreyfinguna og hvetur þau til að eiga samtöl við íþrótta- og ungmennafélögin í landinu og fylgjast vel með því hvernig mál þróast. Mikilvægt er að íþróttahreyfingin verði í stakk búin til að hefja starf af fullum krafti um leið og yfirvöld leyfa.
Nánar ...
03.04.2020

Góð ráð til foreldra

Góð ráð til foreldraÍSÍ vill koma því á framfæri við íþróttahreyfinguna að félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og Embætti landlæknis hafa tekið höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins. Foreldraráðin eru meðal annars unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF.
Nánar ...
03.04.2020

Samkomubann framlengt til 4. maí

Samkomubann framlengt til 4. maíSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja til 4. maí þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda hefur fjölgað hratt.
Nánar ...
03.04.2020

Hreyfum okkur heima #BeActiveAtHome

Hreyfum okkur heima #BeActiveAtHomeNú eru margir að vinna heima hjá sér og flestir halda sig að mestu heima við þessa dagana. Þá er mikilvægt að við finnum hentugar leiðir til að hreyfa okkur og huga að heilsunni. Hreyfing bætir bæði líkamlega og andlega heilsu og stuðlar að almennri vellíðan​
Nánar ...
02.04.2020

Fjárstuðningur ríkisins við íþróttahreyfinguna vegna COVID-19

Fjárstuðningur ríkisins við íþróttahreyfinguna vegna COVID-19Fram hefur komið, bæði í fréttum fjölmiðla og einnig í samtölum forystu ÍSÍ við mennta- og menningarmálaráðuneytið og ráðherra, að mennta- og menningarmálaráðherra áætlar að veita umtalsvert fjárframlag til íþróttahreyfingarinnar til að koma til móts við þann kostnað sem hreyfingin, bæði sambönd og félög/deildir, hefur orðið fyrir og mun verða fyrir vegna COVID-19 veirunnar.
Nánar ...
02.04.2020

Íþróttamannanefnd IOC hvetur íþróttafólk áfram

Íþróttamannanefnd IOC hvetur íþróttafólk áframÍþróttamannanefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) gaf út yfirlýsingu á dögunum þar sem nefndin fagnaði og studdi að fullu ákvörðun IOC, Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra (IPC) og skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 um að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó um eitt ár, eða til 23. júlí 2021 og Paralympics um eitt ár, eða til 24. ágúst 2021.
Nánar ...