Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

25.06.2019

Vetrarólympíuleikarnir í Mílanó-Cortina 2026

Vetrarólympíuleikarnir í Mílanó-Cortina 2026 Í gær tilkynnti Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) á fundi IOC í Lausanne í Sviss að Mílanó-Cortina á Ítalíu yrði gestgjafi Vetrarólympíuleikanna 2026 og Vetrarólympíumóts fatlaðra 2026. Valið stóð á milli Mílanó-Cortina og Stokkhólms-Åre í Svíþjóð. Fyrr á fundinum höfðu fulltrúar frá báðum borgum verið með kynningu á sinni borg og markmiðum í tengslum við leikana. Ítalir sem voru viðstaddir fundinn fögnuðu vel þegar að ljóst var að leikarnir yrðu haldnir í Mílanó-Cortina.
Nánar ...
25.06.2019

Ný hlutverk stækka sjóndeildarhringinn

Ný hlutverk stækka sjóndeildarhringinnSmáþjóðaleikarnir fóru fram í Svartfjallalandi nýverið. Tæplega 190 manns fóru á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á leikana að þessu sinni. Þórey Edda Elísdóttir, Ólympíufari í stangarstökki, og Ingi Þór Ágústsson, sundmaður sem margoft keppti á Smáþjóðaleikum, voru í hópi íslenskra þátttakenda á leikunum, en þau sitja bæði í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Aðspurð segir Þórey Edda það tvennt ólíkt að fara á Smáþjóðaleika sem keppandi eða sem stjórnarkona.
Nánar ...
24.06.2019

Opnun nýrra höfuðstöðva IOC

Opnun nýrra höfuðstöðva IOCÍ gær opnaði Alþjóðaólympíunefndin (IOC) nýjar höfuðstöðvar sínar, Ólympíuhúsið, í Lausanne í Sviss. Dagurinn í gær, 23. júní, var kjörinn til þess að opna dyrnar að nýjum höfuðstöðvum því Alþjóðaólympíunefndin átti 125 ára afmæli. Nefndin var stofnuð 23. júní árið 1894 af Pierre de Coubertin og er Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur af því tilefni þennan dag ár hvert. Athöfnin var fjölmenn en um 700 manns mættu. Viðstaddir voru m.a. 206 forsetar Ólympíunefnda, þeirra á meðal Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ var viðstödd ásamt framkvæmdastjórn EOC.
Nánar ...
24.06.2019

Ólympíustöðin sýnir frá fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar

Ólympíustöðin sýnir frá fundi AlþjóðaólympíunefndarinnarÍ dag kl.14:00 (kl.13:00 ísl.) mun Ólympíustöðin sýna frá fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) í Lausanne í Sviss í beinni útsendingu.Thomas Bach, forseti IOC mun tilkynna á fundinum hvaða borg það er sem verður gestgjafi Vetrarólympíuleikanna 2026, en sú athöfn fer fram kl.18:00. Borgirnar tvær sem keppast um að verða valdar sem gestgjafi leikanna eru Stokkhólmur-Åre í Svíþjóð og Mílanó-Cortina á Ítalíu. Á fundinum munu fulltrúar frá báðum borgum vera með erindi, en Ólympíustöðin mun einnig sýna myndefni sem unnið hefur verið um undirbúning borganna í tengslum við Vetrarólympíuleikana 2026 ásamt viðtölum við skipuleggjendur og fleiri sem koma að slíku verkefni.
Nánar ...
24.06.2019

Minsk 2019 - Verðlaunatafla

Minsk 2019 - VerðlaunataflaEvrópuleikarnir fara nú fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Rússar eru efstir á verðlaunatöflunni eftir fyrstu dagana með samtals 40 verðlaun, þar af 20 gull, 10 silfur og 10 brons. Næstir koma Hvít-Rússar með samtals 34 verðlaun og Úkraína og Georgía eru í 3.-4. sæti með samtals 17 verðlaun. Verðlaunatöfluna má sjá hér á vefsíðu Evrópuleikanna 2019.
Nánar ...
24.06.2019

Minsk 2019 - Dagskrá

Minsk 2019 - DagskráÍ dag, mánudaginn 25. júní, hefst keppni í badminton þar sem Kári Gunnarsson keppir í einliðaleik. Agnes Suto-Tuuha og Valgarð Reinhardsson, keppendur í fimleikum, eru væntanlegir til Minsk í dag og hefja keppni á fimmtudag. Hákon Þór Svavarsson mun svo keppa í haglabyssuskotfimi miðvikudag og fimmtudag.
Nánar ...
23.06.2019

Ólympíudagurinn fer fram í dag

Ólympíudagurinn fer fram í dagÍ dag, þann 23. júní, er Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og er það í sjötugasta sinn sem dagurinn er haldinn. Hann er haldinn í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar 23. júní árið 1894. Þá má segja að Ólympíuleikar til forna hafi verið endurvaktir og færðir til nútímans. Markmiðið með deginum er að hvetja fólk til að koma saman, hreyfa sig og hafa gaman, en dagurinn er í raun ætlaður öllum óháð íþróttalegri getu. Meginþema í tengslum við daginn eru þrjú: Hreyfa, læra og uppgötva. Á deginum er kjörið að spreyta sig á ýmiss konar íþróttum og þrautum, en ekki einungis íþróttum sem keppt er í á Ólympíuleikunum. Ólympíudagurinn er einnig kjörinn vettvangur til að kynna gildi Ólympíuhreyfingarinnar sem eru; vinátta, virðing og ávallt að gera sitt besta.
Nánar ...
22.06.2019

Minsk 2019 - Eowyn keppti í dag

Minsk 2019 - Eowyn keppti í dagEowyn Marie Alburo Mamalias keppti í bogfimi í dag, en undankeppnin fór fram í gær og réði sú keppni hvaða mótherja hún fengi í útsláttarkeppninni. Eowyn lenti á móti Toja Ellison frá Slóveníu, en hún stóð sig best í undankeppninni í gær og er númer 12 á heimslistanum í greininni.
Nánar ...
22.06.2019

Evrópuleikarnir 2023 í Krakow

Evrópuleikarnir 2023 í KrakowEvrópuleikarnir 2023 munu fara fram í Krakow í Póllandi. Leikarnir munu þá fara fram í þriðja sinn, en fyrstu Evrópuleikarnir fóru fram í Bakú í Azerbaijan í júní árið 2015 og fara þessa dagana fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC). Sú ákvörðun að Krakow yrði gestgjafi leikanna var tekin í dag, þann 22. júní, á ársþingi Evrópusambands Ólympíunefnda sem haldið var í Minsk. Fulltrúar allra 50 Ólympíunefndanna í Evrópu tóku þátt í kjörinu. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ voru á meðal þeirra sem sátu ársþingið.
Nánar ...