Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

17.10.2019

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga varð Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á ársþingi sambandsins í vor og stefnir þ.a.l. að því að aðildarfélögin verði Fyrirmyndarfélög. Ungmennafélagið Kormákur á Hvammstanga stefnir að því að hljóta þá viðurkenningu á næstunni. Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri fundaði með stjórn og framkvæmdastjóra félagsins miðvikudaginn 16. október síðastliðinn og fór yfir vinnuna framundan. Félagið býður upp á fjölþættan íþróttaskóla fyrir iðkendur 6-9 ára fjórum sinnum í viku og er það gert í samfellu við skólastarf. Félagið býður svo upp á íþróttaæfingar í mörgum íþróttagreinum fyrir aldurinn þar á eftir og uppúr s.s. í knattspyrnu, sundi, körfuknattleik, blaki, fimleikum, badminton og frjálsíþróttum.
Nánar ...
17.10.2019

Ábyrgð í félagsstarfi

Ábyrgð í félagsstarfiÍ ritinu Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga er gerð grein fyrir þeim lagaramma sem við á í félags- og tómstundastarfi fyrir börn og ungmenni á Íslandi og þeim aðgæslu- og eftirlitsskyldum sem hvíla á þeim sem hafa umsjón með börnum. Í ritinu kemur einnig fram hverjir teljast starfsmenn í félags- og tómstundastarfi og hlutverki foreldra lýst í því sambandi. Einnig er talað um möguleika á tryggingum, frítímaslysatryggingum, sem foreldrar taka fyrir börn sín (hluti af fjölskyldutryggingu), ábyrgðartryggingu þeirra sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi, frítímaslysatryggingu barna sem sveitarfélögin eru með og fjölskyldutryggingu foreldra en í þeim felst ábyrgðartrygging. Ritið er gefið út af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu 2012 og höfundur þess er Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor í HR. Ritið má sjá á issuu-síðu ÍSÍ hér fyrir neðan.
Nánar ...
17.10.2019

Vefsíða Sýnum karakter

Vefsíða Sýnum karakterÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Ísland standa saman að vefsíðunni Sýnum karakter. Reglulega skrifa gestir pistla á síðuna og deila þannig sinni reynslu úr íþróttaheiminum. Verkefnið Sýnum karakter er hugsað sem verkfæri fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Mikilvægi þjálfarans er sett í fókus og einblínt með nýstárlegum hætti á þann jákvæða ávinning sem hlýst af íþróttaiðkun umfram líkamlega, s.s. áhugahvöt, félagsfærni, sjálfstraust, einbeitingu, leiðtogahæfni og markmiðasetningu. Á vefsíðu Sýnum karakter eru nú þegar hinar ýmsu greinar og viðtöl við þjálfara og afreksíþróttafólk þar sem helsta umfjöllunarefni er efling andlegra og félagslegra þátta í gegnum þjálfun.
Nánar ...
15.10.2019

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Þjálfarastyrkir ÍSÍStjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Nánar ...
14.10.2019

Sambandsþing UMFÍ 2019

Sambandsþing UMFÍ 2019Sambandsþing Ungmennafélags Íslands fór fram á Laugabakka í Miðfirði 11.-13. október sl. Haukur Valtýsson var endurkjörinn formaður UMFÍ til næstu tveggja ára. Í aðalstjórn voru endurkjörin Guðmundur Sigurbergsson, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Þór Gestsson, Jóhann Steinar Ingimundarson, Ragnheiður Högnadóttir og Sigurður Óskar Jónsson. Í varastjórn voru kjörin Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Gissur Jónsson, Hallbera Eiríksdóttir og Lárus B. Lárusson.
Nánar ...
14.10.2019

Grunnskólamót í blaki

Grunnskólamót í blakiGrunnskólamót UMSK í blaki var haldið 9. október sl. í Kórnum í Kópavogi. Grunnskólamótið er ætlað skólum á svæði Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) og sér Blaksamband Íslands um framkvæmd þess ásamt UMSK.
Nánar ...
11.10.2019

Stjórnendanámskeið á Húsavík

Stjórnendanámskeið á Húsavík​Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) buðu upp á stjórnendanámskeið á Húsavík 10. október síðastliðinn. Vel var mætt á námskeiðið þar sem 11 manns tóku þátt frá fjórum aðildarfélögum HSÞ; Íþróttafélaginu Völsungi, Ungmennafélaginu Eflingu, Ungmennafélaginu Einingu og Skotfélagi Húsavíkur. Auk þess sat framkvæmdastjóri HSÞ, Gunnhildur Hinriksdóttir námskeiðið, í raun í annað sinn þar sem hún sat það einnig á Þórshöfn fyrir nokkrum vikum. Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem sá um námskeiðið fyrir hönd ÍSÍ.
Nánar ...
10.10.2019

Paralympic dagurinn 19. október

Paralympic dagurinn 19. októberLaugardaginn 19. október næstkomandi heldur Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) Paralympic-daginn. Dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi og fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16. Gestum gefst færi á að kynna sér starfsemi aðildarfélaga Íþróttasambands fatlaðra og þá starfsemi sem þau hafa upp á að bjóða. ÍSÍ hvetur fólk til að líta við í Laugardal og sjá hvaða íþróttir standa fötluðum til boða í landinu.
Nánar ...
09.10.2019

Fólkið og félagsskapurinn stendur upp úr

Fólkið og félagsskapurinn stendur upp úrFöruneyti Sýnum karakter gerði sér ferð á Ísafjörð í tengslum við Ólympíuhlaup ÍSÍ og til að eiga samtal við framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga - HSV, Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur. Sigríður Lára er með bein í nefinu og því tilvalið að sjá og heyra hvernig hún sýnir karakter í sínu lífi og starfi. Samtalið við Sigríði Láru má hlusta á hér á hlaðvarpssíðu Sýnum karakter. Einnig er hægt að lesa stutta samantekt um Sigríði Láru á vefsíðu Sýnum karakter hér.
Nánar ...
08.10.2019

Ekki harka af þér höfuðhögg!

Ekki harka af þér höfuðhögg!Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér).
Nánar ...
08.10.2019

Þrír skólar dregnir út í Ólympíuhlaupi ÍSÍ 2019

Þrír skólar dregnir út í Ólympíuhlaupi ÍSÍ 2019Ólympíuhlaup ÍSÍ var að þessu sinni formlega sett á Ísafirði þann 18. september með þátttöku fjögurra skóla á svæðinu, Grunnskóla Ísafjarðar og grunnskólum Bolungarvíkur, Suðureyrar og Súðavíkur. Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur gátu nú eins og áður valið um þrjár vegalengdir þ.e. 2,5 km, 5 km og 10 km. Hver þátttakandi og hver skóli fékk viðurkenningu þar sem tilgreindur var árangur í hlaupinu. Mjólkursamsalan hefur styrkt útgáfu viðurkenningarskjala frá upphafi og samstarfsaðili eins og áður er Íþrótta- og heilsufræðingafélag Íslands.
Nánar ...
07.10.2019

Sýnum karakter byggir á jafningjagrundvelli

Sýnum karakter byggir á jafningjagrundvelliFjórða Sýnum karakter ráðstefnan fór fram sl. laugardag undir yfirskriftinni „Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter?“ Ráðstefnan fór fram í Háskólanum í Reykjavík og voru sjö er­indi flutt. Dr. Viðar Halldórsson félagsfræðingur og hugmyndasmiður Sýnum karakter hélt erindi um íþróttir og áhrif móta á unga iðkendur.
Nánar ...