Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

05.09.2018

Göngum í skólann sett í Ártúnsskóla

Göngum í skólann sett í ÁrtúnsskólaGöngum í skólann var sett í Ártúnsskóla í Árbæ í morgun að viðstöddum góðum gestum. Rannveig Andrésdóttir skólastjóri byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ tók síðan við og flutti stutt ávarp og stjórnaði dagskrá. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs flutti stutt ávarp og því næst tók Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu til máls. Nemendur Ártúnsskóla sungu tvö lög áður en Sirkus Íslands steig á stokk. Að því loknu gengu aðstandendur verkefnisins, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, nemendur, starfsfólk og aðrir gestir verkefnið af stað með viðeigandi hætti með því að ganga lítinn hring í nærumhverfi skólans.
Nánar ...
04.09.2018

UDN 100 ára - Silfurmerki ÍSÍ veitt

UDN 100 ára - Silfurmerki ÍSÍ veittUDN hélt upp á 100 ára afmæli sambandsins í Dalabúð í Búðardal laugardaginn 1. september sl. Vel var mætt í afmælið og mikið um dýrðir. Ungir iðkendur í glímu sýndu íþróttina við mikla hrifningu gesta. Það var Svana Hrönn Jóhannsdóttir formaður og framkvæmdastjóri Glímusambands Íslands sem stýrði þessum ungu glímuiðkendum og tók reyndar líka nokkur glímutök með krökkunum. Stjórnarfólk las upp úr gömlum fundargerðum UDN sem vakti mikinn hlátur viðstaddra.
Nánar ...
03.09.2018

Ólympíuhlaup ÍSÍ 6. september

Ólympíuhlaup ÍSÍ 6. septemberÓlympíuhlaup ÍSÍ 2018 verður sett í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði þann 6. september nk. kl.10:10. 800 nemendur skólans munu taka þátt í setningu hlaupsins. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 verður á staðnum að hvetja nemendur áfram.
Nánar ...
03.09.2018

Göngum í skólann hefst 5. september

Göngum í skólann hefst 5. septemberVerkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stað í tólfta sinn miðvikudaginn 5. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 10. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Nánar ...