Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

09.09.2017

Forseti Svissnesku Ólympíunefndarinnar í heimsókn

Forseti Svissnesku Ólympíunefndarinnar í heimsóknJürg Stahl, forseti Svissnesku Ólympíunefndarinnar, sem einnig gegnir embætti forseta neðri deildar svissneska þingsins, fundaði með Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal 6. september sl.
Nánar ...
08.09.2017

Norræna skólahlaupið var sett í morgun

Norræna skólahlaupið var sett í morgunNorræna skólahlaupið var sett í Giljaskóla á Akureyri í morgun kl. 10:00. Norræna skólahlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Hlaupið var fyrst haldið árið 1984 og er haldið í 34. skipti í ár. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um framkvæmd verkefnisins á Íslandi. Hlaupið var vel skipulagt af Giljaskóla og tóku yfir 400 nemendur og starfsmenn þátt.
Nánar ...
06.09.2017

Norræna skólahlaupið sett 8. september á Akureyri

Norræna skólahlaupið sett 8. september á AkureyriNorræna skólahlaupið verður sett í Giljaskóla á Akureyri föstudaginn 8. september 2017 kl. 10:00. Norræna skólahlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Hlaupið var fyrst haldið árið 1984 og verður haldið í 34. skipti í ár. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um framkvæmd verkefnisins á Íslandi.
Nánar ...
06.09.2017

Göngum í skólann 6. september til 4. október

Göngum í skólann 6. september til 4. októberMarkmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta eða hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Nánar ...
05.09.2017

Setning í Víðistaðaskóla á morgun

Setning í Víðistaðaskóla á morgunGöngum í skólann 2017 verður sett hátíðlega af stað á morgun, miðvikudaginn 6. september, í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Þetta er í ellefta sinn sem verkefnið er ætlað grunnskólabörnum og markmið þess er að hvetja þau til að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla.
Nánar ...
04.09.2017

Myndasíða ÍSÍ

Myndasíða ÍSÍÁ myndasíðu ÍSÍ má finna skemmtilegar myndir frá hinum ýmsu viðburðum. Unnið er að því að koma myndasafni ÍSÍ inn á myndasíðuna.
Nánar ...
03.09.2017

Fyrsta úthlutun úr nýjum Afrekssjóði ÍSÍ

Fyrsta úthlutun úr nýjum Afrekssjóði ÍSÍLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Lilja Sigurðardóttir formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) og Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ undirrituðu í Helsinki í morgun, að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra Kristjáni Þór Júliussyni og forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, viðauka við samning ÍSÍ og KKÍ um viðbótarframlag úr Afrekssjóði ÍSÍ til sambandsins.
Nánar ...
01.09.2017

Íþróttaveisla í Finnlandi

Íþróttaveisla í FinnlandiMikil íþróttaveisla stendur yfir í Finnlandi þessa dagana. Landslið karla í körfuknattleik leikur á lokamóti EuroBasket 2017 og spilar leiki bæði á laugardag og sunnudag. Karlalandsliðið í knattspyrnu á leik við Finna á laugardaginn í Tampere í undankeppni HM og íslenskir golfarar keppa á opna finnska meistaramótinu í golf sem er hluti af Nordic golf mótaröðinni.
Nánar ...
01.09.2017

Flokkun sérsambanda í afreksflokka

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í gær, 31. ágúst, var tillaga Afrekssjóðs ÍSÍ um flokkun sérsambanda í afreksflokka samþykkt samhljóða. Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ, 13. grein, er fjallað um að Afrekssjóður ÍSÍ skuli árlega flokka sérsambönd ÍSÍ í afreksflokka út frá skilgreindum viðmiðum.
Nánar ...