Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

29.05.2017

GSSE 2017: Þátttakendur komast til San Marínó í gegnum Frakkland

GSSE 2017: Þátttakendur komast til San Marínó í gegnum FrakklandHluti af íslenskum þátttakendum á Smáþjóðaleikunum sat fastur í London í gær vegna bilunar í tölvukerfi flugvallarins British Airways. Hópurinn er lagður af stað frá London til Frakklands. Þaðan mun hópurinn halda áfram til San Marínó. ​Með þessum þátttakendum eru reynslumiklir aðilar sem halda vel utan um hópinn.
Nánar ...
29.05.2017

GSSE 2017: Hluti íþróttafólks kominn til San Marínó

GSSE 2017: Hluti íþróttafólks kominn til San MarínóFlestir íslenskir þátttakendur lögðu af stað frá Íslandi í gærmorgun, en samtals eru íslenskir þátttakendur tæplega 200. Flogið var til Amsterdam, Frankfurt og London. Þeir þátttakendur sem flugu til London komust síðan ekki lengra vegna bilunar í tölvukerfi flugvallarins.
Nánar ...
26.05.2017

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnunaHjólað í vinnuna 2017 lauk formlega í hádeginu í dag með verðlaunaafhendingu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Fyrr í vikunni lauk skráningum ferða og þar með voru úrslitin ljós. Verðlaun voru veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum fyrir hlutfall þátttökudaga. Í kílómetrakeppninni voru þremur efstu liðunum veitt verðlaun fyrir bæði heildarfjölda kílómetra og hlutfall kílómetra miðað við fjölda starfsmanna.
Nánar ...
26.05.2017

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna í dag

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fer fram í dag, föstudaginn 26. maí, kl.12:10 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Verðlaunahafar eru sérstaklega hvattir til að mæta en allir þátttakendur og áhugafólk um hjólreiðar eru hjartanlega velkomnir að hjóla við og þiggja ljúfenga súpu og nýbakað brauð með.
Nánar ...
26.05.2017

GSSE 2017: Blaklandsliðin farin til San Marínó

GSSE 2017: Blaklandsliðin farin til San MarínóSmáþjóðaleikarnir hefjast í San Marínó 29. maí og standa til 3. júní. Landsliðin í blaki og strandblaki eru öll farin utan. ​Kvennalandsliðið í blaki er í Varsjá í Póllandi og spilar þar í 2. umferð í undankeppni HM. Karlalandsliðið í blaki er í Lyon í Frakklandi og spilar þar í 2. umferð á HM í blaki. Strandblakið tekur þátt í æfingamóti á Spáni.
Nánar ...
24.05.2017

GSSE 2017: Fagteymið tilbúið

GSSE 2017: Fagteymið tilbúiðSmáþjóðaleikarnir fara fram 28. maí til 3. júní í San Marínó. Nýlega fór fram fundur með þeim aðilum sem verða í heilbrigðishlutverki á leikunum. Á fundinum var varið yfir ýmis atriði sem tengjast leikunum.
Nánar ...
24.05.2017

Einar endurkjörinn formaður SKÍ

Einar endurkjörinn formaður SKÍÁrsþing Skíðasambands Íslands fór fram dagana 12.-13. maí í félagsheimili Breiðabliks í Kópavogi en þingið fer fram annað hvert ár. Fyrir þinginu lágu margar tillögur, m.a. nokkuð stórar breytingar á lögum sambandsins.
Nánar ...
24.05.2017

Hrafnkell endurkjörinn formaður ÍBH

Hrafnkell endurkjörinn formaður ÍBHÁrsþing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar var haldið 20. maí í Álfafelli í íþróttahúsinu við Strandgötu. Þingið sóttu 64 fulltrúar frá átján af þeim nítján aðildarfélögum sem skráð eru innan vébanda bandalagsins. Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sambandsins flutti skýrslu stjórnar og Ingvar Kristinsson, varaformaður ÍBH flutti reikninga þess en bandalagið var rekið með hagnaði síðasta starfsár.
Nánar ...
23.05.2017

Kvennahlaupsbolir komnir í hús

Kvennahlaupsbolir komnir í húsSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram 18. júní nk. Nú eru kvennahlaupsbolirnir komnir til landsins og allt á fullu í undirbúningi fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ.
Nánar ...