Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

17.11.2017

Formannafundur 2017 fór fram í dag

Formannafundur 2017 fór fram í dagÁrlegur Formannafundur ÍSÍ var haldinn í dag föstudaginn 17. nóvember í Laugardalshöllinni. Nú var í fyrsta sinn boðað til fundarins skv. breyttum lögum ÍSÍ en á 73. Íþróttaþingi ÍSÍ í maí síðastliðnum var samþykkt að bæta framkvæmdastjórum sambandsaðila við sem þátttakendum í fundinum. Ríflega 100 manns sóttu fundinn.
Nánar ...
17.11.2017

Formannafundur ÍSÍ 2017 í dag

Formannafundur ÍSÍ 2017 í dagFormannafundur ÍSÍ verður haldinn í Laugardalshöllinni í dag kl. 15:30. Þar koma saman til fundar formenn og framkvæmdastjórar sérsambanda og íþróttahéraða ÍSÍ ásamt framkvæmdastjórn og starfsfólki ÍSÍ. Formannafundur er ráðgefandi samkoma og er heimilt að álykta um málefni tengd starfsemi ÍSÍ og skulu þær ályktanir vera í samræmi við lög og stefnu sambandsins
Nánar ...
16.11.2017

Fróðleikur tengdur íþróttum

Fróðleikur tengdur íþróttum Á vefsíðu Idræts Forum er að finna fróðleik um íþróttir, en þar má segja að helstu fræðimenn á sviði íþrótta á Norðurlöndum miðli þar fróðleik um bækur, greinar, ráðstefnur og annað efni sem tengist íþróttastarfi.
Nánar ...
14.11.2017

UMSE fyrsta Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

UMSE fyrsta Fyrirmyndarhérað ÍSÍ  Ungmennasamband Eyjafjarðar fékk í gær afhenta viðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ, fyrst allra íþróttahéraða. Afhendingin fór fram í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla í Eyjafirði að viðstöddum iðkendum, forsvarsmönnum sambandsins og aðildarfélaga þess, forsvarsmönnum frá viðkomandi sveitarfélögum og öðrum gestum.
Nánar ...
14.11.2017

Sýnum karakter - Myndbönd

Sýnum karakter - MyndböndRáðstefnan Sýnum karakter - Allir með fór fram í október sl. Ráðstefnan var tileinkuð ungu fólki innan íþróttahreyfingarinnar og voru þátttakendur á aldrinum 13-25 ára. Ráðstefnan var tekin upp og er nú búið að birta fyrirlestur knattspyrnukonunnar Fjolla Shala og viðtal við íþróttafólk sem sótti ráðstefnuna.
Nánar ...
10.11.2017

Hjartastuðtæki í Íþróttamiðstöðinni

Hjartastuðtæki í ÍþróttamiðstöðinniÍ Íþróttamiðstöðinni eru þrjú hjartastuðtæki. Eitt er staðsett á 2. hæð í húsi 3, við hliðina á A sal. Annað er staðsett á jarðhæð í húsi 4, fyrir neðan Íslenska Getspá. Þriðja er staðsett á jarðhæð í húsi 1 og 2 við hlið lyftunnar.
Nánar ...
09.11.2017

Nýr framkvæmdastjóri UMSE

Nýr framkvæmdastjóri UMSEÁsdís Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar. Ásdís er frá Siglufirði en er búsett á Akureyri. Hún er með meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst en hefur einnig stundað nám í opinberri stjórnsýslu í Háskóla Íslands, lagt stund á markþjálfanám, verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, svo eitthvað sé nefnt.
Nánar ...
08.11.2017

Dagur gegn einelti

Dagur gegn einelti Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í ár verður dagurinn haldinn í sjöunda sinn.
Nánar ...
07.11.2017

Kunnátta íþróttafólks í lyfjamálum

Kunnátta íþróttafólks í lyfjamálumAlþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) hefur gefið út gagnvirkan tölvuleik sem prófar kunnáttu íþróttafólks í lyfjamálum. Leikurinn er til að mynda hluti af fræðslu um lyfjamál á Ólympíuleikum og fleiri stórmótum. Leikurinn er á íslensku.
Nánar ...
07.11.2017

Formannafundur fer fram 17. nóvember

Formannafundur fer fram 17. nóvemberÁrlegur Formannafundur ÍSÍ verður haldinn föstudaginn 17. nóvember nk. í Laugardalshöllinni. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna og framkvæmdastjóra sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga, þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ gefur skýrslu um helstu þætti í starfsemi ÍSÍ og verkefni á milli þinga.
Nánar ...
03.11.2017

Afrekssjóður ÍSÍ - sér vefsvæði

Nýtt vinnulag var tekið upp hjá Afrekssjóði ÍSÍ á árinu 2017 og mótast það af nýrri reglugerð sem sett var af Framkvæmdastjórn ÍSÍ í maí sl. og tekur mið af vinnu vinnuhóps sem hafði það hlutverk að endurskoða starfsreglur sjóðsins.  Meðal þess sem kom fram í skýrslu vinnuhópsins var að efla þyrfti sjálfstæði Afrekssjóðs ÍSÍ og gera hann sýnilegri auk þess sem að mikilvægt var talið að birta þyrfti ítarlegar upplýsingar um starfsemi sjóðsins á heimasíðu ÍSÍ.
Nánar ...