Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

14.04.2015

Erum við á réttri leið? Ráðstefna um íþróttir barna og unglinga

Erum við á réttri leið? Ráðstefna um íþróttir barna og unglingaFöstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11 og stendur til kl.14:30. Á ráðstefnunni er ætlunin að skoða íþróttaiðkun barna og unglingum frá mörgum sjónarhornum. Fyrirlesarar verða reynslumiklir þjálfarar úr ólíkum greinum íþrótta og aðrir einstaklingar með margvíslega aðkomu að íþróttum barna og unglinga.
Nánar ...
10.04.2015

63 dagar til Evrópuleika

63 dagar til EvrópuleikaFyrstu Evrópuleikarnir fara fram í Baku í Azerbaijan dagana 12. til 28. júní 2015. Í dag eru 63 dagar til leikanna. Það kemur í ljós á næstu vikum hverjum, og úr hvaða greinum, tekst að tryggja sér þátttökurétt á leikunum.
Nánar ...
09.04.2015

Hádegisfundur 9. apríl

Fimmtudaginn 9. apríl verður hádegisfundur í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl.11:30. Gert er ráð fyrir að fundinum verði lokið í síðasta lagi kl.13:00. Fundurinn verður tvískiptir en annars vegar mun Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari og MSc í íþróttafræði kynna niðurstöður meistaraverkefnis en þar skoðaði hún íþróttameiðsli íslenskra ungmenna og algengi og brottfall vegna meiðsla. Hins vegar mun Hafdís Inga Hinriksdóttir félagsráðgjafi og meistaranemi fjalla um meistaraverkefni sitt en þar skoðaði hún upplifun foreldra afreksbarna á ofbeldi í íþróttum.
Nánar ...
09.04.2015

Hádegisfundur 9. apríl bein útsending

Fimmtudaginn 9. apríl býður ÍSÍ til hádegisfundar þar sem kynntar verða niðurstöður tveggja meistaraverkefna frá Háskóla Íslands. Fundurinn verður haldinn í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl.11:30. Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari og MSc í íþróttafræði mun kynna niðurstöður meistaraverkefnis síns þar sem hún skoðaði íþróttameiðsli ungmenna, algengi og brottfall vegna meiðsla.
Nánar ...
08.04.2015

Heiðranir á ársþingi USÚ

Heiðranir á ársþingi USÚUngmennasambandið Úlfljótur hélt 82. ársþing sitt í Mánagarði í Nesjum 26. mars síðastliðinn. Þingið var ágætlega sótt en alls mættu um 30 fulltrúar til þings. Nokkrar tillögur og ályktanir voru samþykktar, m.a. var samþykkt að hvetja stjórnir aðildarfélaga til að leita leiða til að auka samstarf yngri flokka í ólíkum íþróttagreinum.
Nánar ...
08.04.2015

Þorsteinn endurkjörinn formaður USVS

Þorsteinn endurkjörinn formaður USVSUngmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu hélt ársþing sitt í Vík í Mýrdal laugardaginn 28. mars sl. Vel var mætt á þingið. Þorsteinn M. Kristinsson var endurkjörinn formaður, en aðrir í stjórn eru Erla Þórey Ólafsdóttir, Ástþór Jón Tryggvason, Sæunn Káradóttir og Kjartan Ægir Kristinsson.
Nánar ...
01.04.2015

Tveir mánuðir til Smáþjóðaleika

Tveir mánuðir til Smáþjóðaleika Í dag eru tveir mánuðir þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi, þann 1. júní. Undirbúningur fyrir leikana stendur nú sem hæst. Í gær fór fyrsti hópur sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikunum 2015 í grunnþjálfun.
Nánar ...