Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

25.03.2013

Kraftur í vorfjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs almenns hluta er nú í fullum gangi. Nemendur skila lokaverkefnum sínum eftir páska og ljúka þar með tilskyldum réttindum til íþróttaþjálfunar. Góð þátttaka er í fjarnáminu og munu um 30 nemendur ljúka námi 1. stigs.
Nánar ...
24.03.2013

Viðvörun frá WADA

Alþjóða lyfjaeftirlitið, WADA hefur orðið vart við efni kallað GW501516 sem er selt á svörum markaði og beint að íþróttamönnum. Aukaverkanirnar af þessu efni eru svo alvarlegar að WADA hefur tekið það sjaldgæfa skref að aðvara ,,svindlara” og gefið út viðvörun vegna þessa sérstaklega hættulega efnis sem virðist vera í umferð og greinst hefur í sýnum hjá íþróttafólki nú þegar.
Nánar ...
19.03.2013

Guðbergur kjörinn formaður AKÍS

Guðbergur kjörinn formaður AKÍSFyrsta reglulega ársþing Akstursíþróttasambands Íslands var haldið laugardaginn 16. mars í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Sambandið var stofnað 20. desember 2012 og varð þar með 29. sérsamband ÍSÍ.
Nánar ...
19.03.2013

Nýr formaður kjörinn hjá UMSS

Nýr formaður kjörinn hjá UMSS93 ársþing UMSS var haldið í Félagsheimilinu Melsgili sunnudaginn 17. mars síðastliðinn. Ný stjórn var kjörin á þinginu og var Jón Daníel Jónsson kjörinn formaður sambandsins en aðrir stjórnarmenn eru Rúnar Vífilsson, Heiðrún Jakobínudóttir, Guðríður Magnúsdóttir og Guðmundur Þór Elíasson.
Nánar ...
19.03.2013

Fréttir frá ársþingi UMSE

Fréttir frá ársþingi UMSEÞing Ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið laugardaginn 16. mars í Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Ágæt mæting var á þingið en af mættum fulltrúum voru yfir 60% að koma í fyrsta skipti á þing UMSE. Á þinginu voru samþykktar breytingar á lögum félagsins ásamt reglugerðum um íþróttamenn og afrekssjóð.
Nánar ...
19.03.2013

Ungir þátttakendur til Ólympíu

Ungir þátttakendur til ÓlympíuÁrlega sendir ÍSÍ tvo þátttakendur á námskeið ungra þátttakenda til Ólympíu í Grikklandi, karl og konu. Auglýst var eftir umsóknum einstaklinga á aldrinum 20-35 ára og var áhuginn að þessu sinni talsverður. Þau sem urðu fyrir valinu voru Anna Rún Kristjánsdóttir og Sigurður Orri Hafþórsson. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympíuarfleifðin auk þess sem fjallað er um styrkingu ólympíuhugsjónarinnar með nýjum kynslóðum barna og ungmenna. Námskeiðið fer fram í frá 11.-25. júní.
Nánar ...
19.03.2013

Heimsóknir til ÍSÍ

Heimsóknir til ÍSÍÍ síðustu viku heimsóttu nemendur í íþróttabraut FB og nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði HÍ skrifstofur ÍSÍ. Hóparnir fengu fyrirlestur um starfsemi ÍSÍ og skoðuðu sig um í húsakynnum samtakanna. Talsvert er um heimsóknir af þessu tagi sem er mjög ánægjulegt.
Nánar ...
18.03.2013

Frétt frá ársþingi USVS

Frétt frá ársþingi USVS43. Sambandsþing USVS var haldið í félagsheimilinu Leikskálum í Vík laugardaginn 16.mars. Ragnheiður Högnadóttir var endurkjörin formaður USVS og með henni sitja í stjórn sambandsins þau Pálmi Kristánsson gjaldkeri, Petra Kristín Kristinsdóttir ritari, Erla Þórey Ólafsdóttir meðstjórnandi og Ástþór Jón Tryggvason meðstjórnandi.
Nánar ...
18.03.2013

Hannes S. Jónsson áfram formaður KKÍ

Hannes S. Jónsson áfram formaður KKÍÁrsþing Körfuknattleikssambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal laugardaginn 16. mars. Þingið var vel sótt en 106 fulltrúar frá 27 félögum og 3 héraðssamböndum/íþróttabandalögum mættu til þings.
Nánar ...
15.03.2013

Fundur um þjálfaramenntun með LH og FSu

Fundur um þjálfaramenntun með LH og FSuFundur um þjálfaramenntun var haldinn á Selfossi, Hestamiðstöðinni Votmúla fimmtudaginn 14. mars síðastliðinn. Fundinn sátu fulltrúar úr stjórn Landssambands hestamanna, forystufólk á Hestabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands og Viðar Sigurjónsson fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Rætt var um þjálfara-/kennaranám í hestaíþróttum og það menntakerfi sem til er innan íþróttahreyfingarinnar í þessum efnum, þ.e. þjálfaramenntun ÍSÍ. Hestabraut hefuir lengi verið til við FSu og rikir vilji til samstarfs við ÍSÍ um námsframboð þar og gagnkvæmt mat á náminu í þessum fræðum.
Nánar ...