Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
28

19.06.2020

Ársþing UDN

Ársþing UDN99. ársþing Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) var haldið 8. júní sl. í félagsheimilinu Staðarfelli. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og flutti kveðjur Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórnar og starfsfólks ÍSÍ.
Nánar ...
18.06.2020

Hreinlæti við íþróttaiðkun

Hreinlæti við íþróttaiðkunÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) vill að gefnu tilefni benda á mikilvægi þess að við höldum áfram að sinna hreinlæti þrátt fyrir að vel gangi í baráttunni við Covid-19. ÍSÍ hefur látið útbúa veggspjöld, til þess að nota á netmiðlum eða til útprentunar, sem snúa að hreinlæti við íþróttaiðkun. Veggspjöldin hafa verið send á sambandsaðila ÍSÍ.
Nánar ...
16.06.2020

Ólympíudagurinn fer fram 23. júní

Ólympíudagurinn fer fram 23. júníÞann 23. júní nk. er Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Hann er haldinn í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar 23. júní árið 1894. Þá má segja að Ólympíuleikar til forna hafi verið endurvaktir og færðir til nútímans.
Nánar ...
16.06.2020

Fræðsla fyrir íþróttafólk

Fræðsla fyrir íþróttafólkNalin Chaturvedi starfsmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) sem vinnur við fræðsluvefmiðilinn Athletes 365 kynnti innihald miðilsins fyrir fulltrúum sérsambanda í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal í gær. Vefurinn hefur að geyma ýmsa fræðslu fyrir íþróttafólk, þjálfara og aðra sem að íþróttafólkinu koma eins og t.d. fagteymi. Um er að ræða pistla, myndbönd og stutt námskeið og er allt efnið opið.
Nánar ...
15.06.2020

Fjarnámskeið um lyfjaeftirlit

Fjarnámskeið um lyfjaeftirlitFræðsla er lykillinn að öflugum forvörnum í lyfjamálum. Alþjóðalyfjaprófunarstofnunin (ITA) býður nú öllum þeim sem áhuga hafa á að fylgjast með fjarnámskeiðum sem snúa að lyfjamálum. Námskeiðunum er ætlað að veita íþróttafólki og þjálfurum þeirra yfirsýn yfir allt það sem viðkemur lyfjaeftirliti.
Nánar ...
15.06.2020

73. ársþing HSS

73. ársþing HSSHéraðssamband Strandamanna (HSS) hélt sitt 73. ársþing þann 10. júní sl. í Félagsheimilinu á Hólmavík. Í aðalstjórn eru: Formaður Hrafnhildur Skúladóttir, varaformaður Jóhann Björn Arngrímsson, gjaldkeri Ragnar Bragason, ritari Finnur Ólafsson og meðstjórnandi Óskar Torfason. Varamenn eru: Júlíus Jónsson, Bjarnheiður Júlía Fossdal, Henrike Sthueff og Halldór Logi Friðgeirsson.
Nánar ...
15.06.2020

Ársþing UÍF

Ársþing UÍFÁrsþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) var haldið þann 4. júní sl. í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Á dagskrá voru hefðbundin þingstörf.
Nánar ...
15.06.2020

Gullmerki ÍSÍ veitt á ársþingi BLÍ

Gullmerki ÍSÍ veitt á ársþingi BLÍÁrsþing Blaksambands Íslands (BLÍ) var haldið á laugardaginn sl. Þingið var að venju starfsamt og margar tillögur sem lágu fyrir þinginu. Rúmlega 21 þingfulltrúi sótti þingið.
Nánar ...
15.06.2020

Athletes 365 kynning í dag

Athletes 365 kynning í dagÍ dag, þann 15. júní, kemur Nalin Chaturvedi, starfsmaður IOC sem vinnur við fræðsluvefmiðilinn Athletes 365, í heimsókn í Íþróttamiðstöðina til að kynna efni miðilsins á stuttum fundi. Fundurinn fer fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar og hefst kl.13:15. Fundurinn er sérstaklega ætlaður þeim sem sjá um þjálfaramenntun innan sérsambanda, ásamt þeim sem sinna landsliðsmálum. Aðrir eru einnig velkomnir. Gert er ráð fyrir að kynningin standi að hámarki í eina klukkustund.
Nánar ...
14.06.2020

Sumarfjarnám - Þjálfaramenntun ÍSÍ

Sumarfjarnám - Þjálfaramenntun ÍSÍSumarfjarnám 1. 2. og 3. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 22. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nánar ...
14.06.2020

Fjöldamörk á samkomum úr 200 í 500 manns

Fjöldamörk á samkomum úr 200 í 500 mannsÞann 15. júní næstkomandi tekur gildi auglýsing heilbrigðisráðherra um frekari tilslökun á samkomubanni vegna COVID-19. Meginbreytingin felst í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500 manns.
Nánar ...