Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

30.12.2020

Kynningarfundur með ráðherra

Kynningarfundur með ráðherraNú rétt í þessu lauk kynningarfundi Ásmundur Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra, Unnar Sverrisdóttur forstjóra Vinnumálastofnunar og Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ með íþróttahreyfingunni um lög um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs og fyrirkomulag varðandi umsóknarferlið þar að lútandi.
Nánar ...
29.12.2020

Haukur Gunnarsson útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ

Haukur Gunnarsson útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍHaukur Gunnarsson frjálsíþróttamaður var í kvöld tuttugasti einstaklingurinn sem er útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti útnefninguna einróma á fundi sínum 10. desember sl. Afhending viðurkenningarinnar fór fram í beinni útsendingu RÚV þar sem úrslit úr kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2020 voru tilkynnt.
Nánar ...
29.12.2020

Sara Björk Íþróttamaður ársins 2020

Sara Björk Íþróttamaður ársins 2020Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona var útnefnd Íþróttamaður ársins 2020 af Samtökum íþróttafréttamanna í beinni útsendingu RÚV í kvöld. Þetta er í annað sinn sem Sara Björk hlýtur titilinn en hún var einnig kjörin Íþróttamaður ársins árið 2018.
Nánar ...
29.12.2020

Útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ í kvöld

Útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ í kvöldÍ kvöld mun RÚV sýna beint frá kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um kjör á Íþróttamanni ársins 2020, úr stúdíói RÚV. Við það tækifæri verður tuttugasti einstaklingurinn útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ.
Nánar ...
29.12.2020

Val sérsambanda ÍSÍ á íþróttafólki ársins

Val sérsambanda ÍSÍ á íþróttafólki ársinsVegna takmarkana á samkomubanni þá verður því miður ekki hægt að halda árlegt hóf ÍSÍ um afhendingar á viðurkenningum sérsambanda ÍSÍ til útnefndra íþróttakvenna og íþróttamanna þeirra. Engu að síður eru flest sérsambönd ÍSÍ að útnefna sitt íþróttafólk ársins 2020 og líkt og áður gefa ÍSÍ og Ólympíufjölskylda ÍSÍ veglega bikara til allra þeirra sem útnefndir eru af sérsamböndum ÍSÍ.
Nánar ...
29.12.2020

Úrslitin úr kjöri SÍ um Íþróttamann ársins 2020 kynnt í beinni útsendingu

Úrslitin úr kjöri SÍ um Íþróttamann ársins 2020 kynnt í beinni útsendingu Samtök íþróttafréttamanna munu upplýsa um úrslitin úr kjöri þeirra á Íþróttamanni ársins í beinni útsendingu úr stúdiói RÚV í kvöld, 29. desember, en ekki reyndist unnt að halda hóf þeirra með hefðbundnum hætti vegna samkomutakmarkanna. Verður þetta í 65. skiptið sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum íþróttafréttamanna.
Nánar ...
28.12.2020

ÍSÍ úthlutar rúmlega 515 m.kr. í afreksstyrki

ÍSÍ úthlutar rúmlega 515 m.kr. í afreksstyrki Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2021, en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema rúmlega 515 milljónum króna og er um að ræða hæstu úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ frá upphafi.
Nánar ...
24.12.2020

Gleðileg jól

Gleðileg jólÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með sérstakri þökk til sambandsaðila ÍSÍ og sjálfboðaliða í hreyfingunni fyrir samstarfið á árinu.
Nánar ...
22.12.2020

Þór á Akureyri Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Þór á Akureyri Fyrirmyndarfélag ÍSÍÍþróttafélagið Þór á Akureyri fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ föstudaginn 18. desember. Alls fengu fjórar deildir viðurkenninguna; knattspyrnudeild, handknattleiksdeild, körfuknattleiksdeild og hnefaleikadeild.
Nánar ...