Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

27.05.2019

Jón Gestur sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

Jón Gestur sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍÞing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) var haldið laugardaginn 11. maí 2019 í Hásölum í Hafnarfirði. Þinghaldið hófst klukkan níu og lauk um þrjúleytið. Að loknu þingi var þingfulltrúum og gestum boðið í móttöku á vegum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í Hafnarborg.
Nánar ...
27.05.2019

Guðbjörg Jóna fánaberi

Guðbjörg Jóna fánaberiGuðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 17 ára keppandi í frjálsíþróttum, verður fánaberi Íslands við setningarhátíð Smáþjóðaleikanna 2019 sem fer fram kl. 21 að staðartíma í kvöld. Guðbjörg Jóna var einnig fánaberi á Ólympíuleikum ungmenna 2018 í Buenos Aires. Á þeim leikum vann hún 200m hlaupið og varð þar með fyrst Íslendinga til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikum ungmenna ásamt því að vera fyrst til að vinna til gullverðlauna á leikum á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). Sama ár varð hún Evr­ópu­meist­ari U18 ára í 100 metra hlaupi á Evr­ópu­meist­ara­móti U18 ára í frjálsíþrótt­um í Ung­verjalandi 2018.
Nánar ...
27.05.2019

40. málþing EOC

40. málþing EOCÁ dögunum fór fram 40. málþing Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC Seminar) í borginni Vín í Austurríki. Fulltrúar ÍSÍ á málþinginu voru þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og Örvar Ólafsson verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.
Nánar ...
27.05.2019

Ársþing FSÍ

Ársþing FSÍÁrsþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) fór fram þann 25. maí sl. Þingið og nefndarstörf fóru vel fram og samstaða um flest málefni. Arnar Ólafsson var kjörinn formaður til næstu tveggja ára. Kristinn Arason, Kristín Ívarsdóttir og Harpa Þorláksdóttir voru kosin í stjórn til tveggja ára.
Nánar ...
27.05.2019

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna í kvöld

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna í kvöldÍ gærkvöldi fór fram​ fyrsti fararstjórafundur íslenska hópsins á Smáþjóðaleikunum. Þegar að allir höfðu komið sér fyrir í herbergjum var ákveðið að hittast á skrifstofu ÍSÍ og taka stöðuna. Íslenski hópurinn gistir allur í sömu byggingu í bænum Budva, en allir þátttakendur á leikunum eru á þessu svæði. Stemmningin í hópnum er stórgóð.
Nánar ...
27.05.2019

Fullur salur á fyrirlestri um næringu og árangur

Fullur salur á fyrirlestri um næringu og árangurÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttabandalag Akureyrar, Ungmennasamband Eyjafjarðar, Íþróttadeild Akureyrarbæjar og Háskólinn á Akureyri (HA) buðu upp á fyrirlestur undir yfirskriftinni „Næring og árangur“ í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 23. maí síðastliðinn. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur hélt fyrirlesturinn. Það var frábær mæting, en um 300 manns fylltu salinn í HA. Geir Gunnar kom efninu mjög vel frá sér og margt áhugavert kom fram.
Nánar ...
26.05.2019

Íslenski hópurinn mættur til Svartfjallalands

Íslenski hópurinn mættur til SvartfjallalandsÍ morgun hélt hópurinn af stað sem fer á Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi. Flestir þátttakendurnir hittumst í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Flogið var beint til Podgorica og lent kl.21 að staðartíma (19 á ísl. tíma). Leikarnir fara fram 27. maí til 1. júní. Samtals eru íslenskir þátttakendur 184, en 120 keppendur eru skráðir til leiks. Íslendingar taka þátt í átta íþróttagreinum af þeim tíu sem keppt verður í á leikunum. Keppnisgreinarnar eru; frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, boules og strandblak, en Ísland teflir ekki fram þátttakendum í þeim tveim síðastnefndu. Allir þátttakendur á leikunum munu gista á sama hótelinu í strandbænum Budva sem liggur að Adríahafinu. Keppni hefst á þriðjudaginn.
Nánar ...
24.05.2019

Dansþing - Nýr formaður DSÍ

Dansþing - Nýr formaður DSÍDansþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) 2019 var haldið þann 13. maí sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. 41 þingfulltrúi frá aðildarfélögum DSÍ mættu til þings.
Nánar ...
24.05.2019

Hópurinn sem fer á Evrópuleikana

Hópurinn sem fer á EvrópuleikanaÁ fundum stjórnar Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ hefur verið fjallað um þátttöku á Evrópuleikunum í Minsk og þá hefur framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkt á fundi sínum að heimila sviðinu að staðfesta þau sæti sem Ísland fær úthlutað á leikana. Íslandi bauðst eitt boðssæti í götuhjólreiðum karla, en það sæti var afþakkað í samráði við Hjólreiðasamband Íslands.
Nánar ...
23.05.2019

Keppendur spenntir fyrir Smáþjóðaleikunum

Keppendur spenntir fyrir SmáþjóðaleikunumÍ gær hittist hópurinn sem fer á Smáþjóðaleikana. Stuttur fundur um leikana fór fram í Laugardalshöll, en aðalfararstjóri leikanna, Örvar Ólafsson, fór yfir aðstæður í Svartfjallalandi með þátttakendum. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, ávarpaði hópinn og óskaði keppendum góðs gengis á leikunum. Hver og einn þátttakandi fékk afhendan bakpoka með sínum Peak fatnaði, en gert er ráð fyrir að þátttakendur klæðist eins fatnaði við ferðalag til og frá Svartfjallalandi ásamt því að vera eins klædd á setningarhátíð leikanna. Hvert sérsamband fyrir sig sér síðan um keppnisfatnað fyrir sína keppendur.
Nánar ...