Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

27.04.2018

Starfsamt ársþing ÍBA

Starfsamt ársþing ÍBAÍþróttabandalag Akureyrar hélt ársþing sitt miðvikudaginn 25. apríl sl. 16 aðildarfélög áttu fulltrúa á þinginu og voru fulltrúarnir alls 54 af 106 mögulegum. Þingforseti var Hulda Sif Hermannsdóttir. Þingið var starfsamt og margt til umræðu í þingnefndum ekki síst í ljósi nýrrar stefnu ÍBA og Akureyrarbæjar í íþróttamálum. Tveir fræðslufyrirlestrar sem tengdust jafnréttismálum og #metoo umræðunni voru fluttir á þinginu, annars vegar fyrirlesturinn „Karlmenn í nýjum heimi“ sem fluttur var af Magnúsi Orra Schram hjá UN-Women
Nánar ...
26.04.2018

Hjólað í vinnuna 2. - 22. maí

Hjólað í vinnuna 2. - 22. maí Nú er vika í að Hjólað í vinnuna 2018 hefjist en keppnin stendur yfir frá 2. – 22. maí nk. Skráning er hafin og fer vel af stað, en hægt er að skrá sig til leiks á vefsíðu Hjólað í vinnuna hér.
Nánar ...
25.04.2018

68. Sambandsþing UÍA

68. Sambandsþing UÍA68. Sambandsþing UÍA var haldið í Fjarðarborg, Borgarfirði eystra, þann 14. apríl sl. Fimm umræðuhópar störfuðu á þinginu. Rætt var um samgöngumál, kynferðislega áreitni og ofbeldi í íþróttum, Landsmót UMFÍ og loks Sumarhátíð í tveimur hópum, annars vegar framtíðarsýn hátíðarinnar, hins vegar mönnun hennar með sjálfboðaliðum.
Nánar ...
25.04.2018

Lyftulausi dagurinn 25. apríl

Lyftulausi dagurinn 25. aprílÍ dag er lyftulausi dagurinn haldinn á alþjóðavísu í fjórða skipti. Alþjóðlega íþrótta- og menningar sambandið (International Sports and Culture Association) og herferðin „Nú hreyfum við okkur“ (Now We Move) reyna í sameiningu að fjölga þeim sem hreyfa sig reglulega um 100 milljónir fyrir árið 2020. Á deginum er fólk sem hreyfir sig ekki að staðaldri hvatt til þess að sleppa lyftunni og rúllustiganum og ganga þess í stað upp stigann.
Nánar ...
24.04.2018

Nýr framkvæmdastjóri hjá ÍBA

Nýr framkvæmdastjóri hjá ÍBAÍþróttabandalag Akureyrar hefur ráðið Helga Rúnar ​Bragason í fullt starf sem framkvæmdastjóra bandalagsins og hóf hann störf í marsmánuði sl. Helgi Rúnar tekur við starfinu af Þóru Leifsdóttur sem mun þó áfram starfa á skrifstofu bandalagsins.
Nánar ...
24.04.2018

Japanskur blaðamaður í heimsókn

Japanskur blaðamaður í heimsóknNæstu Ólympíuleikar munu fara fram í Tókýó í Japan árið 2020. Japanir eru á fullu að undirbúa leikana og leggja þeir mikið upp úr umhverfisvitund og sjálfbærni í tengslum við allt sem viðkemur leikunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ólympíuleikarnir eru haldnir í Japan, því árið 1964 fóru leikarnir fram í Tókýó höfuðborg Japan.
Nánar ...
20.04.2018

Skráning er hafin í Hjólað í vinnuna 2018

Skráning er hafin í Hjólað í vinnuna 2018Opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna 2018 en keppnin hefst þann 2. maí nk. og stendur yfir til 22. maí. Liðsmenn og liðsstjórar geta því hafið skráningar á sér og sínum liðum núna á vefsíðu Hjólað í vinnuna, www.hjoladivinnuna.is.
Nánar ...
17.04.2018

Samráðsgátt - ósk um ábendingar frá íþróttahreyfingunni

Samráðsgátt - ósk um ábendingar frá íþróttahreyfingunniÍ kjölfar #metoo yfirlýsinga íþróttakvenna var stofnaður starfshópur í mennta-og menningamálaráðuneytinu til að vinna að tillögum til frekari aðgerða. Starfshópurinn er enn að störfum og er að skoða þá verkferla sem eru við lýði í íþróttastarfi og gera tillögur til úrbóta. Búið er að útbúa samráðsgátt og er nú leitað til íþróttahreyfingarinnar um ábendingar um aðgerðir, bætt vinnulag og jafnvel lagabreytingar til að hindra kynferðislega áreitni eða ofbeldi.
Nánar ...
17.04.2018

Nýr framkvæmdastjóri UDN

Nýr framkvæmdastjóri UDNJón Egill Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN). Jón tók við starfinu af Svönu Hrönn Jóhannsdóttur, rétt eftir miðjan mars sl. Hann er jafnframt íþrótta- og tómstundafulltrúi Dalabyggðar. Saman munu Jón Egill og Svana Hrönn, sem ráðin hefur verið í starf framkvæmdastjóra Glímusambands Íslands, vinna að því að skipuleggja 100 ára afmæli UDN þann 24. maí, en það er stærsti viðburðurinn sem framundan er hjá UDN.
Nánar ...
17.04.2018

Heiðranir á ársþingi HSH

Heiðranir á ársþingi HSHÁrsþing Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) fór fram í samkomuhúsinu í Grundarfirði í gærkvöldi. Þingið var vel sótt en um 25 þingfulltrúar frá aðildarfélögum HSH mættu til þings.​ Hjörleifur K. Hjörleifsson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn eru Berglind Long varaformaður, Garðar Svansson gjaldkeri, Ragnhildur Sigurðardóttir ritari og Sæunn Dögg Baldursdóttir meðstjórnandi.
Nánar ...
16.04.2018

Maður er manns gaman

Maður er manns gamanÞann 12. apríl sl. fór fram ráðstefna í Háskólanum á Akureyri sem bar heitið „Maður er manns gaman“, en hún snérist um félagsauð og heilsu á efri árum. Ráðstefnan er samvinnuverkefni Félags eldri borgara á Akureyri og heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Við setningu ráðstefnunnar söng Kór eldri borgara á Akureyri. Fjölmörg erindi fóru fram á ráðstefnunni, en hún stóð frá 10:30-16:00. Mæting var frábær og var þétt setið í salnum. Ráðstefnunni stýrði Guðrún Sigurðardóttir, fyrrverandi talmeinafræðingur og æðarbóndi.
Nánar ...