Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

05.07.2018

Ísland sendir 12 keppendur á EM fatlaðra

Ísland sendir 12 keppendur á EM fatlaðraÍþróttasamband fatlaðra kynnti fulltrúa Íslands á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum og sundi sumarið 2018 í gær. 12 þátttakendur munu keppa fyrir Íslands hönd, sex í sundi og sex í frjálsíþróttum. EM í sundi fer fram í Dublin á Írlandi dagana 13.-19. ágúst og EM í frjálsíþróttum fer fram í Berlín í Þýskalandi dagana 20.-26. ágúst.
Nánar ...
04.07.2018

Bæklingur um astma og íþróttir

Bæklingur um astma og íþróttirAstmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Flestir þeirra sem þjást af astma eiga þó að geta lifað fullkomlega eðlilegu lífi ef þeir ástunda heilsusamlegt líferni með reglubundinni hreyfingu og fá rétta meðhöndlun.
Nánar ...
02.07.2018

Lukkudýr Ólympíuleikanna í Tókýó 2020

Lukkudýr Ólympíuleikanna í Tókýó 2020Næstu Sumarólympíuleikar fara fram í Tókýó í Japan 24. júlí til 9. ágúst 2020. Þar munu um 11.000 íþróttamenn etja kappi í 28 íþróttagreinum, þar af eru 5 nýjar íþróttagreinar á dagskrá. Nýlega voru lukkudýr Ólympíuleikanna 2020 kynnt til leiks, en það var teiknarinn Ryo Taniguchi, sem hannaði þau. Nöfn sín fá lukkudýrin þann 22. júlí nk. þegar að tveir dagar eru í að einungis 2 ár séu þangað til setningarathöfnin fer fram á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Nánar ...
28.06.2018

100 dagar til Ólympíuleika ungmenna

100 dagar til Ólympíuleika ungmennaÞann 6. október 2018 hefjast Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) í borginni Buenos Aires í Argentínu. Í dag eru 100 dagar þangað til setningarhátíð leikanna fer fram.
Nánar ...
23.06.2018

Ólympíudagurinn í dag

Ólympíudagurinn í dagÍ dag, þann 23. júní, er Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og er það í sjötugasta sinn sem dagurinn er haldinn. Hann er haldinn í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar 23. júní árið 1894. Þá má segja að Ólympíuleikar til forna hafi verið endurvaktir og færðir til nútímans. Markmiðið með deginum er að hvetja fólk til að koma saman, hreyfa sig og hafa gaman, en dagurinn er í raun ætlaður öllum óháð íþróttalegri getu. Meginþema í tengslum við daginn eru þrjú: Hreyfa, læra og uppgötva. Á deginum er kjörið að spreyta sig á ýmiss konar íþróttum og þrautum, en ekki einungis íþróttum sem keppt er í á Ólympíuleikunum. Ólympíudagurinn er einnig kjörinn vettvangur til að kynna gildi Ólympíuhreyfingarinnar sem eru; vinátta, virðing og ávallt að gera sitt besta.
Nánar ...
22.06.2018

Lífshlaupið fer fram allt árið

Lífshlaupið fer fram allt áriðLífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í einstaklingskeppninni geta allir tekið þátt og skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið. Skrá má alla hreyfingu niður ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín. í senn.
Nánar ...
21.06.2018

Ólympíudagurinn 23. júní

Ólympíudagurinn 23. júníÞann 23. júní nk. er Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og er það í sjötugasta sinn sem dagurinn er haldinn. Hann er haldinn í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar 23. júní árið 1894. Þá má segja að Ólympíuleikar til forna hafi verið endurvaktir og færðir til nútímans. Markmiðið með deginum er að hvetja fólk til að koma saman, hreyfa sig og hafa gaman, en dagurinn er í raun ætlaður öllum óháð íþróttalegri getu. Meginþema í tengslum við daginn eru þrjú: Hreyfa, læra og uppgötva. Á deginum er kjörið að spreyta sig á ýmiss konar íþróttum og þrautum, en ekki einungis íþróttum sem keppt er í á Ólympíuleikunum. Ólympíudagurinn er einnig kjörinn vettvangur til að kynna gildi Ólympíuhreyfingarinnar sem eru; vinátta, virðing og ávallt að gera sitt besta.
Nánar ...
21.06.2018

Hardy Fink frá FIG hélt fyrirlestur fyrir íslenska fimleikaþjálfara

Hardy Fink frá FIG hélt fyrirlestur fyrir íslenska fimleikaþjálfaraHelsti fræðslusérfræðingur Alþjóða Fimleikasambandsins (FIG), Hardy Fink, hélt fyrirlestra tvö kvöld í röð nýlega á vegum Fimleikasambands Íslands. Hardy sér um fræðslukerfi FIG, en hann hefur byggt kerfið markvisst upp síðustu áratugina og ferðast heimshorna á milli með fræðslu og ráðgjöf því tengdu. Fimleikasambandið í samstarfi við fræðslunefnd fékk styrk frá Ólympíusamhjálpinni fyrir komu Hardy.
Nánar ...
21.06.2018

Ár í Evrópuleika

Ár í EvrópuleikaEvrópuleikarnir 2019 fara fram í borginni Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 21.-30. júní. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC). Ýmis stórmót hafa verið haldin í Minsk síðastliðin ár og eru íþróttaleikvangar og aðrar aðstæður til íþróttakeppni til fyrirmyndar. Keppt verður í 23 íþróttagreinum 15 alþjóðasambanda á leikunum, en samtals fara fram 198 viðburðir á meðan á leikunum stendur.
Nánar ...
20.06.2018

Þróunarstjóri ITF í Evrópu í heimsókn

Þróunarstjóri ITF í Evrópu í heimsóknÞróunarstjóri Alþjóða Tennissambandsins (ITF) í Evrópu, Vitor Cabral, kom í heimsókn til Tennissambands Íslands á dögunum. Hann heimsótti ÍSÍ og fundaði m.a. með Ragnhildi Skúladóttur sviðsstjóra Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, Örvari Ólafssyni verkefnastjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ ásamt stjórnarmönnum úr TSÍ. Ísland er það land innan Tennis Europe sem fjærst er meginlandinu og hefur aðeins þrjá innanhúss tennisvelli. Það er mikil áskorun við uppbyggingu nýrra afreksleikmanna. Þrátt fyrir þetta hefur landið öfluga tenniskennslu fyrir alla og mikil áhersla á kennslu barna og ungmenna.
Nánar ...
20.06.2018

Ljósmyndakeppni til aukinnar meðvitundar á háttvísi

Ljósmyndakeppni til aukinnar meðvitundar á háttvísiTyrkneska Ólympíunefndin auglýsir eftir myndum í ljósmyndasamkeppni 1st World Fair Play Photo Contest. Þetta er opin keppni en markmiðið er að auka meðvitund á háttvísi í leik. Búið er að opna fyrir móttöku á myndum, en hægt er að senda inn myndir út nóvember 2018. Allar nánari upplýsingar um ljósmyndakeppnina má finna hér.
Nánar ...