Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

27.09.2018

Vilja sjá fleiri börn erlendra foreldra stunda íþróttir

Vilja sjá fleiri börn erlendra foreldra stunda íþróttirÍ dag, á blaðamannafundi ÍSÍ og UMFÍ, var tilkynnt hvaða fimm íþróttafélög og sambönd hljóti styrk til að standa fyrir verkefnum sem hvetja börn af erlendum uppruna til þátttöku í íþróttastarfi. Verkefnið er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ. Félögin sem hljóta styrki eru ÍBV, Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu, Íþróttabandalag Akraness, Valur og Taekwondodeild Keflavíkur.
Nánar ...
27.09.2018

Íslenskir keppendur á leið á Ólympíuleika ungmenna

Íslenskir keppendur á leið á Ólympíuleika ungmennaÓlympíuleikar ungmenna fara fram í Buenos Aires í Argentínu 6. til 18. október. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt íþróttafólk á aldrinum 15 til 18 ára. Á leikunum er keppt í 32 íþróttagreinum. Í fyrsta sinn á Ólympískum viðburði eru jafn margir kvenkyns og karlkyns keppendur. Í gærkvöldi var haldinn fundur með þátttakendum og aðstandendum þar sem farið var yfir atriði sem tengjast leikunum og þátttöku okkar íþróttafólks. Á meðfylgjandi myndum má sjá keppendurna sem eru á leið á leikana sem og stúlkurnar Írenu Örvarsdóttur og Sóldísi E. Hjartardóttur, sem aðstoðuðu ÍSÍ við að raða fatnaði í töskur fyrir þátttakendur.
Nánar ...
26.09.2018

Konur í íþróttum

Konur í íþróttumÁrið 1974 kom tennisstjarnan Billie Jean King á fót stofnuninni Konur í íþróttum, eða Women´s Sports Foundation, og er henni ætlað að skapa leiðtoga með því að tryggja að allar stelpur hafi aðgang að íþróttaiðkun. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í New York í Bandaríkjunum. Stofnunin veitir styrki til kvenna í íþróttum og til samtaka sem aðstoða við að virkja stúlkur til íþróttaiðkunar.
Nánar ...
25.09.2018

Ýmislegt í boði í Íþróttaviku Evrópu

Ýmislegt í boði í Íþróttaviku EvrópuÞað er ýmislegt í boði vikuna 23. - 30. september þegar Íþróttavika Evrópu fer fram. Á Akranesi fara fram lýðheilsugöngur, það verða opnar æfingar hjá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Frjálsíþróttadeild ÍR. Einnig er 2 fyrir 1 tilboð í Skautahöllinni í Reykjavík alla vikuna. Hægt er að sjá nánari upplýsingar á vefsíðu BeActive.
Nánar ...
25.09.2018

Göngum í skólann - Saga frá skóla

Göngum í skólann - Saga frá skólaGöngum í skólann 2018 fer vel af stað en alls 73 skólar eru skráðir til þátttöku í verkefninu í ár. Nokkrir skólar hafa sent inn myndir á vefsíðu verkefnisins www.gongumiskolann.is, en þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda myndir, frásagnir og/eða myndbönd af verkefninu. Smelltu hér til þess að senda inn efni.
Nánar ...
24.09.2018

Betra félag

Betra félagÁ vefsíðu ÍSÍ má finna ýmsar upplýsingar er varða skipulagslega þætti íþróttafélags, sérsambands og héraðssambands, t.d. stofnun íþróttafélags, hlutverk stjórna, samskipti við fjölmiðla, hvernig á að skrifa fréttatilkynningu, halda blaðamannafund, gátlisti o.fl. Eitt það mikilvægasta við skipulag íþróttafélags, sérsambands og héraðssambands er að skrásetja söguna og vita hver tilgangur og hlutverk þeirra er.
Nánar ...
24.09.2018

Íþróttavika Evrópu sett í gær

Íþróttavika Evrópu sett í gærBeActive dagurinn fór fram í Laugardalnum í tilefni af Íþróttaviku Evrópu sem fer fram 23. – 30. september. Það var mikið um að vera í Laugardalnum en gestir og gangandi fengu að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu svo sem skylmingar, göngufótbolta, aquazumba, frjálsar íþróttir, stafagöngu og skotfimi. Þar að auki var Leikhópurinn Lotta með sýningu og skemmtikraftar frá Sirkus Íslands ráfuðu um svæðið og skemmtu yngstu kynslóðinni.
Nánar ...
21.09.2018

Íþróttavika Evrópu 23. - 30. september

Íþróttavika Evrópu 23. - 30. septemberÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun hefja Íþróttaviku Evrópu formlega í Laugardalnum sunnudaginn 23. september nk. með ýmsum uppákomum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánar ...
21.09.2018

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Þjálfarastyrkir ÍSÍStjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 5. október og er upphæð hvers styrkjar að hámarki 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á vefsíðu ÍSÍ hér. Umsókn sendist á ragnhildur@isi.is eða merkt Þjálfarastyrkur til: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.
Nánar ...